sunnudagur, maí 30, 2004

Gestabók

Já, ég er núna komin með gestabók í gang og væri gaman að fólk myndi skrá sig þar:o)

Helbrigðisflipp

Vaknaði klukkan hálf níu í morgun, ofurfersk! Fór í smá teiti til Birnu í gærkvöldi, allar stelpurnar samankomnar á ný auk nokkurra steggja. Ég var svooo þreytt, setti upp Tweety and Friends derhúfu, lét upptakara og kveikjara í gallajakka vasana mína og var Sue trukkalessa fram á nótt. Hrúgaði svo liðinu í bílinn og keyrði það út í nóttina og fór heim og las Herbalism bókina mína (ekki herbaLIFE nota bene).
Tók smá rúnt í morgun yfir í heiði og horfði á fallega bæinn minn, fór svo aftur heim að lesa herbalism og sofnaði svo aftur. Ætla svo í sund á eftir og vera ógeðslega heilbrigð. Mætti alveg vera meiri sól svo ég fái lit á Redneck kroppinn minn, en það verður að bíða betri tíma.

föstudagur, maí 28, 2004

Sól og sumar...yndi pyndi!

Jeij! Var að koma frá Þórshöfn, fór þangað í gærmorgun að vinna. Ég er svo ööööörmagna núna að það er ekkert sniðugt. Búin að labba einhverja 10 kílómetra eða svo í hrauni og þúfum með heví þungan gps bakpoka, og þegar við hættum í hádeginu í dag þá gat ég varla sest upp í bílinn því mér var svo illt í fótunum. Þetta var sem sagt fyrsti alvöru göngutúr sumarsins, og hann er alltaf erfiður. Svaf alla leiðina til Akureyrar, mjög skemmtilegur félagsskapur! Kom svo heim og fór í gott bað, skrúbbaði af mér skítinn, rakaði allan umfram hárvöxt í burtu, plokkaði á mér augabrúnirnar og litaði og klæddi mig í bleikan bol. Nú líður mér eins og prinsessu:o) Ætla núna í smá leiðangur að leita mér að hentugum baðfötum fyrir sumarið, ætla í sund og fá smá lit á kroppinn um helgina, er nefnilega alveg eins og versti bóndi núna, brún á höndum og andliti og SNJÓ hvít annars staðar, mjög fallegt! Tata í bili...

mánudagur, maí 24, 2004

Phi

Merkilegt, alveg stórmerkileg síða um gullinsnið í uppbyggingu mannsandlitsins. Einnig byggist líkaminn sjálfur upp á gullinsniðinu, eins og allt annað í náttúrunni.

Da vinci SNILLD!

Það eru svona átta manns á undan mér á biðlista eftir Da vinci lyklinum á bókasafninu, svo ég ákvað bara að kaupa bókina. Það voru sko góð kaup! Ég byrjaði að lesa hana um 9 í gærkvöldi og ég gat ekki hætt fyrren að ganga 2 í nótt, ég tók hana með mér á klósettið og allt! Ég er algjörlega hugfangin af bókinni og get ekki beðið eftir að komast heim í kvöld til að halda áfram. Það verða ALLIR að lesa þessa bók, þvílík snilld! Kvenleikinn og gyðjudómurinn ofar öllu, loksins fær maður að heyra það sem maður er búinn að vera að velta fyrir sér endalaust;"Af hverju þetta karlaveldi, testesteron ákvarðanir og stríð?".

Mikið hefur nú verið skrifað um að sögulegar staðreyndavillur og bull einkenna bókina, en ennþá er ég bara búin með einn þriðja af bókinni, svo ég ætla ekki að hrópa hana sem einhverja nýja Biblíu enn:) Dan Brown, höfundurinn, er mjög líklega að viðra eigin hugleiðingar út frá Kristindómi og Kirkjunni, en það sem hann er að segja gæti allt eins verið satt!

föstudagur, maí 21, 2004

HJÁLP!

AAAARRRGGGGG! Það er gríðarstór býfluga inni hjá mér, ég ætla að hlaupa út!

Patzy

Jæja...þá er hún Patzy beib komin í hóp bloggara. Hún er búin að vera að brasa lengi við að koma sér af stað, ég aðstoðaði hana örlítið nú um daginn, svo nú er ég búin að láta link á konuna! Til hamingju Patzy mín, og ég læt fylgja eina smellna mynd hérna með sem kom upp á google.com þegar ég sló inn Patzy;)



fimmtudagur, maí 20, 2004

Saaaaarg

Úff..loksins meika ég að bloggast aðeins! Er búin að brasa þvílíkt við að koma djammmyndum frá föstudeginum síðasta inn á netið. En það komust nokkrar myndir inn, verð næstu vikurnar að klára þetta, helvítis síðan er svo ógeðslega slow!



Hitti FORSETA voran..hehehe..hann var á fullu að safna undirskriftum, en tók sig svo til og dró framboð sitt til baka 2 dögum síðar..hann hefur greinilega ekki fengið mjög góðar viðtökur á Kaffi Akureyri?!?!

sunnudagur, maí 16, 2004

JEIJ!

Maður stendur nú samt með sínum þrátt fyrir allt!


En það gekk eftir það sem ég spáði...Ísland í 19. sæti og Ruslana vann!!!
Enda tók ég keppnina upp og við erum búin að spóla tíu sinnum til baka og dansa Ruslönu dansinn!! Og auðvitað Shake it dansinn nokkrum sinnum líka:o)

föstudagur, maí 14, 2004

Kúlistinn!!!

Hehe...ég er bara ALLTOF svöl! Sveinn stóð við orð sín og lét mig stýra fjandans beltagröfunni í dag. Ég tók mig svona vel út og skemmti mér konunglega við að grafa, þeytti mold og grjóti í allar áttir svo fólk átti fótum sínum fjör að launa!



Annars er ég orðin geðveikt spennt og get varla beðið til morguns eftir Eurovision, er farin að kannast við flest lögin og syng hástöfum í Land Rovernum þó ég kunni ekki textana;) Jeij, jeij!! Euro rokk á morgun!!! Búin að bjóða til samveru og allt hvað eina!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Gröfu gella

Fékk að testa þessa svaðalegu vinnuvél í dag hjá honum Sveini gröfugaur. Planið er svo að ég moki soldið á henni á morgun;) Held barasta að ég verði að drífa mig á vinnuvélanámskeið og fá próf á svona maskínu!
Ég varð næstum úti í dag vegna kulda. Fyrst kom sólin og gabbaði okkur úr fötunum, svo þegar ég var komin slatta burt frá úlpunni og peysunni, byrjaði að blása svona ógurlega og rigna, og ég gat ekki snúið við, þurfti að klára mælinguna. Ég var enn fjólublá þegar ég kom heim úr vinnunni áðan, en það lagaðist eftir heitt bað.



Argasti viðbjóður!!

Ég sá í gær þann mesta viðbjóð sem hægt er að hugsa sér. Myndbandið af aftöku bandaríkjamannsins í Írak. Hann var sko ekki hálshöggvinn maðurinn, hausinn var hreinlega sargaður af með hnífi. En það vantar einhverjar tvær mínútur inn í myndbandið, hefur verið klippt áður en einn böðlanna nær hausnum af og heldur honum á lofti. Hefur gengið eitthvað erfiðlega. Hvað er málið?????? Vil ekki trúa því að myndbandið hafi verið raunverulegt, mér varð svo óglatt og fékk hjartslátt og greip fyrir augun og slökkti á myndbandinu nokkrum sinnum áður en ég fékk mig til að horfa á endann á því. En þetta er víst satt og rétt. Hvað heimurinn er viðbjóðslegur.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Euro súró!

Jedúdda mía og jeminn eini! Einhver að fylgjast með Eurovision? Ísraelska lagið er eitt hörmulegasta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt..einhver sópran perri að skrækja clap your hands...Bwahahahahah:o)


David D'or "clap your hands!!!"


Gríski gaurinn, hann Sakis Rouvas, kann sko að hrista á sér kroppinn, enda vel stæltur og flottur;) Um sönghæfileika hans ætla ég ekkert að segja en bara SHAKE IT!!




Geggjað flott lag hjá henni RUSLÖNU (hehe) frá Úkraínu, ég ætla að halda með henni! Þau eru svo geggjað flott á sviðinu mar!


Búningarnir alveg geggjað sexy og flottir!

þriðjudagur, maí 11, 2004

Vinnan

Annar dagurinn í vinnunni búinn. Mjög fínn dagur, var að vinna til 7 í kvöld, var að setja út veglínu á Lágheiði. Það er allt á KAFI í snjó þar, þurfti að labba utan vegar og sökk endalaust niður, sökk meira að segja beint ofan í einhvern læk og upp á rass! Sat þar föst með fangið fullt af hælum og GPS drasli og var örugglega mjög hlægileg;) Reyndar bilaði svo allt heila klabbið, náðum engu radio sambandi og sjitt, og meðan við biðum og vonuðum að allt myndi lagast, smellti ég nokkrum myndum af umhverfinu.




Þetta finnst mér soldið töff mynd, hælabúntið mitt og sleggjan;)

mánudagur, maí 10, 2004

Djamm Spamm!

Var að láta inn myndir sem voru teknar á laugardagskvöldið. Hægt að skoða þær hér.


Guðrún OFUR babe!

Vá hvað ég er samt ánægð núna, var að fá spegla á baðherbergið mitt. Þrjá ofurstóra spegla, voru kallar að setja þá upp rétt áðan, svo nú get ég sko speglað mig í bak og fyrir...og reyndar örugglega allir sem ég þekki í leiðinni:o)

Vegagerðar rokk

Jæja þá er alvara lífsins tekin við. Ég er byrjuð á vegagerðinni, fyrsti dagurinn minn í dag. Sem betur fer byrjar þetta rólega, skutlaðist einn rúnt til Húsavíkur áðan og sótti fulla kerru af hælum, svo byrja einhverjar léttar mælingar á morgun. Þarf að reyna að vinna bug á slæmri utanbæjaraksturs fóbíu, kannski með dáleiðslu? Er sem sagt í hádegismat núna, þarf svo að afferma kerrudjöfulinn og vesenast eitthvað. Tata!

laugardagur, maí 08, 2004

Listaspírur

jæja LOKSINS er ég búin að láta myndir af verkunum mínum inn á myndasíðuna!! Það er bara búið að taka 3 daga eða svo, síðan vildi bara alls ekki hlýða mér! Allavega lét ég slatta af myndum inn, ekki allar samt svo værsogo' að skoða!



DEAD flotta síþrykkið mitt;)

fimmtudagur, maí 06, 2004

miðvikudagur, maí 05, 2004

Hepp hepp!

Ég er búin að þæfa svo mikið í dag að ég er komin með blöðru á þumalinn! Er svo búin að strauja öll verkin mín og raða prufum inn í möppur og ég veit ekki hvað og hvað í dag. Allt að verða klárt fyrir skil á föstudaginn. Sjalið mitt heppnaðist svona líka rosa vel, ég er svaka stolt. Ætla að fá lánaða digital myndavél hjá mömmu á morgun svo ég geti sýnt verkin mín hér á síðunni. Íbúðin mín er samt öll á hvolfi, dúkar, töskur, sjöl, rúmföt, föt og pokar um alla stofu, það er ekkert smá mikið af dóti sem fylgir þessu námi mínu. Verð mjög fegin á föstudaginn að geta tekið til.

En nú ætla ég að skríða undir feld, er alveg úrvinda. Læt fylgja með eina smellna mynd hérna af OFUR femínistanum!



Dansi dans

Steinarskeinar er sko algjörlega að slá í gegn með nýja dansflokknum sínum!



Stonewhite and the seven dwarfs.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Djí...

Einn ostur í rauðri pakkningu kostaði 1149 krónur. Ég meina, hvernig eiga konur að lifa af á þessu landi án þess að selja sig??

I have a dream!

Búin að sauma dúka í allan fokkins dag, eða tvo dúka og falda eitt stykki síþrykksdæmi. ARG þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri sko! Ætla svo að fara að elda mér ljúffengt pasta með sósu og sveppum og kannski smá grænmeti. Vantar samt ostinn, verð að hlaupa út í búð í blíðviðrinu, það er sko ekkert pasta án osts. Skelli svo smá parmesan yfir allt og VOILÁ!! Girnilegasta máltíð ever.. þó ég væri alveg til í lungamjúka, blóðuga nautasteik með bernais, steiktum sveppum og kartöflum..og rauðvínsglas með *slef*.

En gjaldþrota manneskjur geta víst ekki leyft sér slíkt nema til hátíðabrigða.

Ætla að dútla mér eitt þæft sjal á morgun, ég er alveg að meika það sem listaspíra sko! Langar ógeðslega að skella mér til Ítalíu í nokkra mánuði og fara á hönnunarnámskeið, það er sko hægt að læra ALLT þar, er búin að vera að stúdera þetta út í gegn, Florence er draumastaðurinn og ég er búin að skoða skóla og gistingu á netinu, svíf alveg um á rósrauðu skýi... fæ mér svo bara vinnu við að plokka vínber eða sitja fyrir eða eitthvað sniðugt. Það er alveg spurning um að láta af þessu verða!

Jæja...læt mér nægja að dreyma um þetta í sumar meðan ég arka um fjöll og firnindi í skítaveðri með GPS tækið.

Ta ta í bili...maginn kallar á sitt!

mánudagur, maí 03, 2004

Guten Tag!

Ég er vöknuð. Og klukkan ekki orðin 10! En það er nú ekki mér að kenna, vaknaði vegna gríðarlegs hálsrígs, hef sofið á bakinu með andlitið í koddanum..eða þannig vaknaði ég nú einhvernveginn. Auk þess er ég með bullandi hálsbólgu, og ekki laust við að manni sé smá bumbult, alveg skítt ástand! Langar mest að skríða aftur undir sæng.

Sunnudagsmyndin var ágæt. Það eru sko bestu stundirnar mínar, má ekki missa af henni! Tveir spænskir grínistar sem þoldu ekki hvor annan of enduðu með að drepa hvor annan á sviði. Mjög skondið.

Verð samt að mæla með Vélsmiðjunni. Snilldar staður ef maður á engan pening. Alltaf almennilegir menn á BESTA aldri tilbúnir að splæsa á litlu dömurnar;) Hehe...
Og svo finnst þeim líka gaman að dansa..ekki er óalgengt að maður fái nokkrar þeytivindur á gólfinu.. ahhhh...bara gaman að því! Allavega mjög fjölbreytt mannlífið við pollinn, en ekki heilbrigt að fara þangað of oft.



Og dansinn dunar enn...

sunnudagur, maí 02, 2004

Heiladauði...

Je..letin að drepa mig. Hef ekki nennt að blogga. Er búið að vera mikið partýstand á dömunni. Kominn tími á pásu.
Var að koma af listasýningu Valgarðs Stefánssonar. Soldið fyndið. Ég er módelið á nokkrum myndunum hans. Kannski ég verði fræg einhverntímann;) Allavega alveg drullu flott verk hjá honum, mig langaði í alltof mörg!
Steinarskeinar og tvær vinkonur mínar komu í heimsókn í gær. Steinar var með myndavélina á lofti og tók nokkrar sprellfjörugar myndir..bæti þeim kannski inn á eftir ef ég fæ þær!

Myndir

Búin að setja myndirnar frá gærkvöldinu inn, bara 4 myndir. Þær eru undir bloggmyndir á myndasíðunni. Reyndar var e-ð vesen með síðuna, svo það verður að koma í ljós hvort hún virki.