Ég er vöknuð. Og klukkan ekki orðin 10! En það er nú ekki mér að kenna, vaknaði vegna gríðarlegs hálsrígs, hef sofið á bakinu með andlitið í koddanum..eða þannig vaknaði ég nú einhvernveginn. Auk þess er ég með bullandi hálsbólgu, og ekki laust við að manni sé smá bumbult, alveg skítt ástand! Langar mest að skríða aftur undir sæng.
Sunnudagsmyndin var ágæt. Það eru sko bestu stundirnar mínar, má ekki missa af henni! Tveir spænskir grínistar sem þoldu ekki hvor annan of enduðu með að drepa hvor annan á sviði. Mjög skondið.
Verð samt að mæla með Vélsmiðjunni. Snilldar staður ef maður á engan pening. Alltaf almennilegir menn á BESTA aldri tilbúnir að splæsa á litlu dömurnar;) Hehe...
Og svo finnst þeim líka gaman að dansa..ekki er óalgengt að maður fái nokkrar þeytivindur á gólfinu.. ahhhh...bara gaman að því! Allavega mjög fjölbreytt mannlífið við pollinn, en ekki heilbrigt að fara þangað of oft.
Og dansinn dunar enn...
mánudagur, maí 03, 2004
Guten Tag!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 11:48
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|