Jeij! Var að koma frá Þórshöfn, fór þangað í gærmorgun að vinna. Ég er svo ööööörmagna núna að það er ekkert sniðugt. Búin að labba einhverja 10 kílómetra eða svo í hrauni og þúfum með heví þungan gps bakpoka, og þegar við hættum í hádeginu í dag þá gat ég varla sest upp í bílinn því mér var svo illt í fótunum. Þetta var sem sagt fyrsti alvöru göngutúr sumarsins, og hann er alltaf erfiður. Svaf alla leiðina til Akureyrar, mjög skemmtilegur félagsskapur! Kom svo heim og fór í gott bað, skrúbbaði af mér skítinn, rakaði allan umfram hárvöxt í burtu, plokkaði á mér augabrúnirnar og litaði og klæddi mig í bleikan bol. Nú líður mér eins og prinsessu:o) Ætla núna í smá leiðangur að leita mér að hentugum baðfötum fyrir sumarið, ætla í sund og fá smá lit á kroppinn um helgina, er nefnilega alveg eins og versti bóndi núna, brún á höndum og andliti og SNJÓ hvít annars staðar, mjög fallegt! Tata í bili...
föstudagur, maí 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|