Það eru svona átta manns á undan mér á biðlista eftir Da vinci lyklinum á bókasafninu, svo ég ákvað bara að kaupa bókina. Það voru sko góð kaup! Ég byrjaði að lesa hana um 9 í gærkvöldi og ég gat ekki hætt fyrren að ganga 2 í nótt, ég tók hana með mér á klósettið og allt! Ég er algjörlega hugfangin af bókinni og get ekki beðið eftir að komast heim í kvöld til að halda áfram. Það verða ALLIR að lesa þessa bók, þvílík snilld! Kvenleikinn og gyðjudómurinn ofar öllu, loksins fær maður að heyra það sem maður er búinn að vera að velta fyrir sér endalaust;"Af hverju þetta karlaveldi, testesteron ákvarðanir og stríð?".
Mikið hefur nú verið skrifað um að sögulegar staðreyndavillur og bull einkenna bókina, en ennþá er ég bara búin með einn þriðja af bókinni, svo ég ætla ekki að hrópa hana sem einhverja nýja Biblíu enn:) Dan Brown, höfundurinn, er mjög líklega að viðra eigin hugleiðingar út frá Kristindómi og Kirkjunni, en það sem hann er að segja gæti allt eins verið satt!
mánudagur, maí 24, 2004
Da vinci SNILLD!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 10:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|