Annar dagurinn í vinnunni búinn. Mjög fínn dagur, var að vinna til 7 í kvöld, var að setja út veglínu á Lágheiði. Það er allt á KAFI í snjó þar, þurfti að labba utan vegar og sökk endalaust niður, sökk meira að segja beint ofan í einhvern læk og upp á rass! Sat þar föst með fangið fullt af hælum og GPS drasli og var örugglega mjög hlægileg;) Reyndar bilaði svo allt heila klabbið, náðum engu radio sambandi og sjitt, og meðan við biðum og vonuðum að allt myndi lagast, smellti ég nokkrum myndum af umhverfinu.
Þetta finnst mér soldið töff mynd, hælabúntið mitt og sleggjan;)
þriðjudagur, maí 11, 2004
Vinnan
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:50
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|