föstudagur, október 19, 2007

Færeyska sauðkindin

Ég er mikill aðdáandi Vísindavefjar Háskóla Íslands. Get gleymt mér þar tímunum saman. Á vefnum er skemmtileg spurning...og mjög skemmtilegt svar sem ég verð að birta hér.


Spurning:
"Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?"


Svar:
"Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni."

"Bændur þurfa að gæta þess vel að þessi kyn blandist ekki því að þá gætu komið út kindur sem væru jafnlangar í báðar lappir, og náttúruvalið verkar gegn því. Á þessu er raunar ekki heldur nein veruleg hætta vegna þess að kindur af mismunandi stofnum snúa aldrei eins og æxlast því ekki."




Þorsteinn Vilhjálmsson
prófessor í vísindasögu og eðlisfræði