Þið megið búast við að sjá mig æðandi um götur bæjarins næstu daga fótgangandi, því fjólusanseraða eldingin fer í réttingu á morgun. Tryggingafélagið býður upp á afnot af bílaleigubíl á meðan á viðgerð stendur, eða 1800 krónur á dag. Að sjálfsögðu ætla ég staurblanka konan að þiggja monníngana og labba frekar. Verið samt algjörlega óhrædd við að bjóða mér far ef þið sjáið mig ráfa um einhversstaðar; ég er ekki í það miklu heilsuátaki!
mánudagur, janúar 31, 2005
Svona er maður blankur
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:24 |
Hux og reikn
Eftir þriðju viku aðhalds hef ég lést um 1,6 kíló. Það er ef til vill ekki að marka því ég var viktuð á tóman maga í morgun en í hin skiptin hef ég verið búin að borða morgunmat, og því gæti heildar þyngdartap mitt verið í kringum 1,2 kíló. Það er samt sem áður einu komma tveimur kílóum meira en ég hafði þorað að vona, og er vel að verki staðið þegar miðað er við aukinn vöðvamassa sem vegur upp á móti fitubrennslunni og samkvæmt mínum útreikningum stefnir því allt í að ég verði hörkubeib eftir einungis 7,3 vikur. Þetta eru að sjálfsögðu mjög vísindalegir og nákvæmir útreikningar. Bíðið bara og sjáið!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:08 |
Þvílíkir hæfileikar!!
Ég er svo hryllilega klár, var að búa mér til þetta yndislega nafnspjald, verður erfitt að finna jafn fallegt spjald nokkursstaðar í heiminum, þetta er hreint einstakt listaverk! *STOLT*
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:06 |
sunnudagur, janúar 30, 2005
Nikotínbölið
Þegar ég hætti að reykja síðasta sumar notaði ég bæði nikótínplástur og tyggjó því ég hélt ég myndi aldrei meika að vera allan daginn vinnandi uppá fjöllum í miðju hvergilandi án rettunnar minnar góðu. Svenni hætti líka og saman jöpluðum við á gúmmíi í pásum í staðinn fyrir hinn venjulega smók sem var eina ánægja okkar eftir nokkurra tíma brölt törn í þúfum og hrauni. Svenni féll síðan og strompaði fyrir framan mig nokkrum dögum síðar, en ég entist og japlaði á stráum og át fiskbúðing og ferskjur. Ég entist í 12 daga.
Núna ákvað ég að hætta bara án þess að nota nokkurt hjálpartæki til þess og ég hef gert merkilega uppgötvun...sem er að sjálfsögðu ekki baun merkileg ef maður spáir í hana; Ef maður notar plástur og tyggjó fær líkaminn reglulega nikótín og kallar því alltaf á sinn skammt á hverjum degi. Maður heldur líkamanum í rauninni húkkt á nikótíninu. En ef maður bara þraukar fyrstu tvo þrjá dagana alveg nikotínlaus, þá hættir líkaminn að kalla á þetta! Svo ef einhver þarna úti er á leið að hætta að reykja ráðlegg ég honum að sýna (óendanlega mikinn) styrk og þrautseigju og halda þessa fyrstu daga út án nikótíns!
(Ekki það að mig langi ekki í sígarettu ennþá og falli ef til vill ... finn bara mun á þessum tveimur aðferðum.)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:27 |
Bumban strokin
Ég átti sko nammidag í gær! Það var söbbi og söbbakökur með súkkulaði, pizza með hvítlauksolíu, ostabrauðstangir, daimtoppur og súkkulaði! Ætla að stinga upp á því við aðhaldsnámskeiðshaldarann að viktun fari framvegis fram á föstudögum eftir stranga viku í stað mánudaga eftir kolvetnabombu laugardaga.
Annars sótti ég um vinnu í dag með alveg brilliant vinnutíma, 11-15 á virkum dögum. Þá get ég farið í ræktina fyrir hádegi og unnið svo á Gallup á kvöldin. Nánari fréttir af vinnumálum koma á morgun þegar ég er búin að vera ágeng og hringja aftur í kallinn.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:01 |
föstudagur, janúar 28, 2005
Íbúð Soju
Glæsilegur leikferill minn hófst í Stúdentaleikhúsinu árið 2002 þegar við settum upp Íbúð Soju eftir Mikhail Bulgakov. Þetta var alveg magnaður tími, frábærir krakkar sem voru í þessu og skemmtilega spes leikrit sem við settum upp. Það var mynd af mér á plakatinu sem gert var fyrir sýninguna, ef einhver man eftir þessu, ég lék ungfrú Ivanovu, klassa gleðikonu í Rússlandi;) Í framhaldi af leiksigri mínum í Stúdentaleikhúsinu lék ég einnig í sýningu í Borgarleikhúsinu, Puntila og Matti hét hún, en þar lék ég ásamt öðrum úr Stúdentaleikhúsinu atvinnulausan aumingja í gufubaði og dansi. Þetta var allt saman gott og blessað og bara gaman, en leikferillinn tók snöggan endi þegar ég flutti aftur norður, og hefur lítið borið á leiktilboðum síðan þá;) Já, svona er nú lífið, en ég var allavega að útbúa albúm með myndum sem teknar voru baksviðs í Íbúð Soju. Enjoy!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:53 |
Gítardraumar...
Litli bróðir minn er farinn að læra á gítar. Ég er sjúk, mig langar í gítar! Við brösuðum saman gripum fyrir "Stál og hnífur" eftir fyrsta tímann og tókst ágætlega upp. En ætli það séu ekki til gítarar fyrir lítið fólk? Ég er einmitt einstaklega lítil og með stutta handleggi svo ég rétt næ utan um gítarinn og fingurnir eru of stuttir svo ég nái gripunum með góðu móti. Ósanngjarnt að vera svona lítil. Ætli það sé nokkuð hægt að fara í fingralengingu? Eníveis...mamma sagði svo í dag þegar við Gumms sátum uppí rúmi hjá henni að misþyrma gítarnum að hún væri að spá í að gefa mér bara gítar áður en ég færi til Danmerkur. JEIJ!!! Ég verð örugglega vinsælust á heimavistinni!! Öll kvöld inná herbergi að glamra á gítar og syngja Stál og hnífur með minni yndisómþýðu rödd;) Hehe...
Ég er ennþá reyklaus, alveg hreint ótrúlegt, og stefnir allt í að þetta takist hjá mér. Var að velta fyrir mér hugmyndinni að leyfa mér að reykja á nammidögunum mínum, svona samhliða aðhaldinu, en er ekki að lítast alltof vel á það, ætla að halda mig við þegar ég fæ mér í glas...sem sagt á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:43 |
Og fleiri myndir...
Enn fleiri albúm komin. Alveg mögnuð myndasíða sem ég fann mér, hægt að uploada alveg helling af myndum á frekar stuttum tíma og ekkert ves! Nýju albúmin innihalda myndir af íbúðinni minni fyrir og eftir breytingar sem áttu sér stað haustið 2003. Eldhúsmyndirnar eru reyndar frá því að ég flutti inn og margt hefur breyst síðan þá, en annað er nokkurnveginn eins. Enjoy!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:55 |
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Fleiri myndir
Næsta myndaalbúm er tilbúið, fuuullt af myndum af mér og mínum...enjoy!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:39 |
Loksins, loksins!
Ég hef útbúið fyrsta myndaalbúmið á nýrri myndasíðu eftir að helv... xpphotoalbum lokaði sinni síðu of allar myndirnar mínar hurfu. Ég skellti inn verkunum mínum og fleiri albúm eru væntanleg á næstunni, þ.e.a.s. ef ég held áfram að vera veik og hætt að reykja...ótrúlegt hverju maður kemur í verk í þessu ástandi;)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:05 |
*Móðg*
Þessi heimaleikfimi á Stöð 2 er bara fyrir pússís! Ég er stórlega móðguð að manni sé boðið upp á þetta, 10 mínútur af æfingum greinilega ætlaðar fyrir öldunga og fólk sem þjáist af offitu á alvarlegu stigi. Ég fór úr sokkunum, ýtti ryksugunni burt og setti mig í stellingar, fyrst ég ætla ekki í ræktina í dag, og varð fyrir miklum vonbrigðum. "Í fínu formi" jeminn hjálpi mér, þátturinn ætti að heita "Í afleitu formi" ... kannski ástæða fyrir að þátturinn "You are what you eat" er sýndur beint á eftir;)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:38 |
Hjááálp
Nú fyrst er ég orðin kvefuð. Hefði betur sleppt ræktinni í gær og legið bara undir sæng. Missi því úr vinnu aftur í kvöld sem er ekki gott miðað við fjármálastöðu mína um þessar mundir. Á einhver pening handa mér?
Kannist þið (stúlkur) við súkkulaðifíknina ógurlegu? Þegar það grípur mann óstjórnleg löngun í súkkulaði og maður gerir hvað sem er með brjálæðisglampa í augum til að ná í það, tilbúinn að vaða eld og brennistein. Svo þegar maður er kominn með það í hendurnar veit maður ekki af sér fyrr en stykkið er búið og sæluvíma líður um líkamann....svona mikið langar mig í sígarettu núna, ef ekki aðeins meira;)
Ætla að liggja langt undir sæng í allan dag og væla...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:58 |