Eftir þriðju viku aðhalds hef ég lést um 1,6 kíló. Það er ef til vill ekki að marka því ég var viktuð á tóman maga í morgun en í hin skiptin hef ég verið búin að borða morgunmat, og því gæti heildar þyngdartap mitt verið í kringum 1,2 kíló. Það er samt sem áður einu komma tveimur kílóum meira en ég hafði þorað að vona, og er vel að verki staðið þegar miðað er við aukinn vöðvamassa sem vegur upp á móti fitubrennslunni og samkvæmt mínum útreikningum stefnir því allt í að ég verði hörkubeib eftir einungis 7,3 vikur. Þetta eru að sjálfsögðu mjög vísindalegir og nákvæmir útreikningar. Bíðið bara og sjáið!
mánudagur, janúar 31, 2005
Hux og reikn
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|