Ég ætla að reyna að drífa mig í leikfimina. Það er Body Pump í dag og ég reiknaði út að ég þyrfti ekkert að anda mjög hratt í þeim tíma og því þyrfti líklega ekki að bera mig út á sjúkrabörum. Ég fór á fætur korter yfir sjö til að keyra manninn í vinnuna og það var ekki fögur sjón sem blasti við mér í speglinum, nefið þrefalt, rétt glitti í augun og húðin hvít. Dem ... fékk mér því AB-mjólk í mallann, saltvatn í nefið, Ventolin í lungun, c-vítamíntöflu í vatn og svart te með hunangi og sit nú og horfi á Ísland í bítið og bíð eftir að verða frísk :o)
Hvað er þetta annars með Ædolið. Í fyrra var þetta alveg gríðarlega spennandi keppni og keppendur voru flestir frábærir og ólíkir karakterar sem heilluðu mann alveg upp úr skónum. Keppendur núna finnst mér bara alls ekkert spes, enginn sem ber af. Brynja litla er auðvitað algjör dúlla en hún er bara að klikka big time á söngnum og svo er hún soldið naive.. Davíð finnst mér reyndar svolítið töff, en mér finnst alveg ömurlegt hvað stjórnendur og dómarar gera mikið úr þyngd hans, endalaust grín, eins og honum finnist alveg ferlega skemmtilegt að vera svona feitur. Það myndi nú eitthvað heyrast í fólki ef stjórnendurnir hefðu beðið Ylfu Lind um að hoppa ekki á sviðinu og dómararnir kölluðu hana trukkinn!!! Það er eins og fólk haldi að konur séu eingöngu viðkvæmar fyrir yfirþyngd en það skipti karlmenn engu máli hvernig þeir líta út. Þeir sem hlut eiga að máli ættu bara að skammast sín og hugsa sinn gang.
Fyrir utan það já þá er eiginlega bara ein stúlka í keppninni sem mér hefur fundist vera að standa sig 100% og það er hún Hildur Vala, ótrúlega sjarmerandi, krúttleg, falleg, hæfileikarík og sexy, allt í einum pakka! Reyndar er þessi Heiða líka að standa sig en hún nær engan veginn til mín, fer reyndar bara í taugarnar á mér. Ef hún byggi í Bandaríkjunum héti hún pottþétt Dolly. Dooooolly....
Margrét Lára finnst mér syngja vel og er soldið spes persóna, hélt mikið með henni í upphafi, en hún er að missa það...heillar mig ekki lengur. Anyways, vona að Brynja litla fari að standa sig betur í söngnum, annars fer að verða dálítið áberandi af hverju hún er alltaf kosin áfram..hmmm... önnur bloggfærsla mun líta dagsins ljós ef ég lifi ræktina af.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Idol pælingar
Birt af Gagga Guðmunds kl. 09:23
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|