Þolpróf mikið fór fram í morgun. Annað slíkt mun fara fram að aðhaldsnámskeiði loknu til að sjá framfarir. Ég held ég bara geti ekki toppað árangur minn í morgun þegar ég fór þrjá kílómetra á tuttugu mínútum og fimm sekúndum. Ég sem sagt píndi mig áfram, 30 sekúndur í einu, og hef ekki hlaupið svona síðan í Nam. Sé það núna að ég hefði ekki átt að spila þessu trompi út fyrr en í lok námskeiðs og taka það þá með trompi, hefði auðvitað átt að lötra þetta bara í morgun á svona hálftíma og sýna svo magnaðar framfarir eftir átta vikur! Því eins og eflaust einhverjir vita þá geri ég fátt leiðinlegra en að hlaupa og veit því eigi hvort ég hafi nægan viljastyrk í að hlaupa þrjá kílómetra aftur næstu árin...og ljótt verður það ef ég sýni ekki framfarir heldur afturfarir eftir tvo mánuði í þjálfun og á hollu mataræði. Ég á eftir að blóta mér fyrir þennan dugnað næstu daga!
Eftir þolprófið var svo komið að Body Pump tíma sem ég tók auðvitað með trompi þrátt fyrir mikinn svima eftir öll hlaupin. Gat varla gengið upp tröppurnar heima eftir tímann og hef ákveðið að hreyfa mig ekkert mikið meira í dag. Eitt er víst að ég verð með gríðarlega strengi í öllum vöðvum að minnsta kosti út vikuna.
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Þrekmeistarinn 2005
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:46
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|