Þá er aðhald hafið. Mætti í fyrsta tímann í morgun klukkan hálf tíu. Ég er langtum yngst, ætli meðalaldurinn sé ekki um fimmtugt, en mér er sama ég held að þetta henti mér alveg rosalega vel. Við fórum í svona stöðvaþjálfun, lóð, armbeygjur, magaæfingar og hopp og hí og ég var eins og epli í framan rennsveitt og falleg. Á morgun mæti ég svo í mælingu þ.e.a.s. fitu- og sentimetramælingu, og þrekpróf sem byggist á því að ganga, skokka eða hlaupa þrjá kílómetra og taka tímann. Er nú ekki viss um að ég standi mig mjög vel í því! Svo er ég líka byrjuð að halda matardagbók sem ég skila inn fyrst þann 19. og svo aftur í febrúar, verður spennandi að fylgjast með því.
Guðrún Gísla sér um þetta námskeið og benti okkur á heimasíðuna abet.is en þar getur maður haldið svona matardagbók og séð hlutfall próteina, kolvetna og fitu í því sem maður borðar og hversu margar kaloríur maður er að innbyrða, bráðsniðugt. Það eru verðlaun í lok námskeiðis, líklega fyrir bestan árangur, og ég hef einsett mér það að sigra á þessu námskeiði með glæsibrag. Það einhvernveginn hjálpar mér að pína mig áfram, get ég ímyndað mér, að hugsa um að ég sé í keppni og ætli að sigra hinar fitubollunar;)
Á blaði sem ég fékk stendur að ef maður er rosalega duglegur geti maður misst hálft til eitt kíló á viku og þetta eru átta vikur svo ég ætti að geta misst 4-8 kíló...djöfulsins lúxus væri að missa 8 kíló á jafnmörgum vikum, en mér finnst það einhvernveginn óraunhæft nema fyrir þær sem feitastar eru því þær hafa af svo miklu að taka. Ég meina, er það ekki auðveldara fyrir konu sem er 40 kílóum of þung að missa 10 kíló heldur en fyrir konu sem er bara 10 kílóum of þung? Það er hugleiðing dagsins.
mánudagur, janúar 10, 2005
Beauty is pain...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|