föstudagur, janúar 28, 2005

Gítardraumar...

Litli bróðir minn er farinn að læra á gítar. Ég er sjúk, mig langar í gítar! Við brösuðum saman gripum fyrir "Stál og hnífur" eftir fyrsta tímann og tókst ágætlega upp. En ætli það séu ekki til gítarar fyrir lítið fólk? Ég er einmitt einstaklega lítil og með stutta handleggi svo ég rétt næ utan um gítarinn og fingurnir eru of stuttir svo ég nái gripunum með góðu móti. Ósanngjarnt að vera svona lítil. Ætli það sé nokkuð hægt að fara í fingralengingu? Eníveis...mamma sagði svo í dag þegar við Gumms sátum uppí rúmi hjá henni að misþyrma gítarnum að hún væri að spá í að gefa mér bara gítar áður en ég færi til Danmerkur. JEIJ!!! Ég verð örugglega vinsælust á heimavistinni!! Öll kvöld inná herbergi að glamra á gítar og syngja Stál og hnífur með minni yndisómþýðu rödd;) Hehe...

Ég er ennþá reyklaus, alveg hreint ótrúlegt, og stefnir allt í að þetta takist hjá mér. Var að velta fyrir mér hugmyndinni að leyfa mér að reykja á nammidögunum mínum, svona samhliða aðhaldinu, en er ekki að lítast alltof vel á það, ætla að halda mig við þegar ég fæ mér í glas...sem sagt á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum...