Ég átti rólega og góða helgi, nammidagur á laugardaginn, sem varð eiginlega enginn nammidagur, bara stór grænmetissæla á Subway seinnipartinn og pizza í ofni og kartöflubátar um kvöldið. Stalst reyndar í einn Viking Lite í gærkvöldi og er enn með samviskubit og er að hugsa um að þurrka hann út úr matardagbókinni...en það þýðir ekkert að svindla, hann er sestur á vömbina og ég get ekkert þurrkað það í burtu! Horfði svo á næstum allt sem sjónvarpsstöðvarnar buðu upp á um helgina og svaf og las þess á milli. Kláraði æsispennandi Engla og djöfla, las til fimm á laugardagsnóttina, hún er ekki alveg jafn góð og Da Vinci lykillinn en engu að síður mögnuð.
Fór í viktun í morgun og sýndist á tölunum að ég væri búin að missa 600 grömm, hehe, þvílíkur árangur. Tek laxerolíu fyrir næstu viktun!
mánudagur, janúar 17, 2005
Enn ein helgin liðin
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:02
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|