Þá er ég búin að sækja um slatta af stúdentagörðum í Kaupmannahöfn. Valdi bara alla sem ég fann í norður- og mið Kaupmannahöfn. Það sem mér líst einna best á er þetta og svo Kollegiegaarden af því þau eru bæði staðsett í hjarta borgarinnar. Herbergin á því síðarnefnda eru mun stærri svo það virkar aðeins meira spennandi. Biðtími eftir herbergi á svona görðum getur verið allt upp í tvö ár ef ekki lengur, en biðtíminn á þessum er 0-9 mánuðir, svo ég ætti að geta komist inn! Bíð spennt eftir svari, en þar sem það getur tekið sinn tíma að berast verð ég að leita mér að öðru húsnæði á meðan, veit bara ekki alveg hvar ég á að leita!
Sendi svo fyrirspurn til LÍN og fékk að vita að námið mitt er lánshæft sem er ekkert nema hið besta mál. Er bara komin með fiðring skal ég segja þér! Eftir nákvæmlega níu mánuði verð ég heimsborgari í Köben...eftir eina meðgöngu eða svo...
Náði í stundatöfluna mína í VMA áðan. Ég sótti um tvö fög en annað þeirra er greinilega ekki kennt svo ég er bara í einu fagi, heilbrigðisfræði. Hefði eiginlega nauðsynlega þurft að komast í líffæra- og lífeðlisfræði 203 því það er fag sem ég verð að vera búin með ef ég ætla að taka sveinspróf hérna heima. Það er reyndar kennt þarna úti í skólanum en ég er ekki viss um að það sé jafn ítarlegt eða að það verði metið hérna heima. Þetta verður bara allt að koma í ljós. Já, ég þarf því nauðsynlega að finna mér einhverja vinnu, helst skemmtilega, sem ég get verið í fram á sumar, en þá tekur hið árlega Vegagerðarpuð við. Fékk bara vinnu í Ríkinu um jólin og nenni ómögulega að hanga í sjoppu eða á leikskóla og það er yfirdrifið nóg að vinna á Gallup 3-4 sinnum í viku...hmmm...any ideas???
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Byrjuð að telja niður!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:16
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|