Ég átti sko nammidag í gær! Það var söbbi og söbbakökur með súkkulaði, pizza með hvítlauksolíu, ostabrauðstangir, daimtoppur og súkkulaði! Ætla að stinga upp á því við aðhaldsnámskeiðshaldarann að viktun fari framvegis fram á föstudögum eftir stranga viku í stað mánudaga eftir kolvetnabombu laugardaga.
Annars sótti ég um vinnu í dag með alveg brilliant vinnutíma, 11-15 á virkum dögum. Þá get ég farið í ræktina fyrir hádegi og unnið svo á Gallup á kvöldin. Nánari fréttir af vinnumálum koma á morgun þegar ég er búin að vera ágeng og hringja aftur í kallinn.
sunnudagur, janúar 30, 2005
Bumban strokin
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|