Æ hvað það var pííínlegt að fara í fitumælingu í dag. Mætti galvösk í hádeginu og lét fittnes-gyðjuna Guðrúnu mæla mig í bak og fyrir, það var svo sem allt í lagi, en fituprósentan mín var ekki allt í lagi! "Jeminn góður!" var það eina sem kom upp úr mér þegar talan birtist á skjánum, og ég er svo miður mín að ég ætla ekki að gefa töluna upp á alheimsnetið. Gyðjan sagði að það tæki svona 6 mánuði að koma mér úr offitu og niður í það sem kallast má "eðlileg fita en samt svoldið mikil" og nú væri bara að taka á honum stóra sínum. Ja, hún sagði þetta nú ekki beint en hún talaði allavega um 6 mánuði, svo mikið er rétt!
Gerði líka undarlega uppgötvun bæði í dag og í gær...ég er að borða minna en 1000 kaloríur á dag! Kannski er þetta vegna þess að ég hugsa svo mikið um að nú ætli ég að standa mig að hugurinn sé bara kominn inn á eitthvert sveltiprógramm, en allavega eru <1000 kaloríur bara of lítið! En það eru nú bara smá byrjunarörðugleikar, kann ekki alveg inn á þetta kaloríusystem og skammtastærðir ennþá, verð orðin proffi eftir nokkra daga;) En ég mæli enn og aftur með abet.is, áhugavert að fylgjast með því sem maður lætur ofan í sig...
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Flöbbí blöbbí!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:19
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|