Sjitt...hætti mér í fyrsta skipti í verslunarferð í Bónus áðan. Þegar maður er gjaldþrota verður maður að hætta sér þangað. Mér leið eins og einhverju litlu dýri með alltof lítið hjarta að vera þarna. Ég rataði ekkert, væflaðist fram og aftur með vagninn, komst ekki neitt því allt er svo þröngt og allt fullt af kellingum með kaupæði. *snöktsnökt*. Tókst samt einhvern veginn að fylla vagninn og rogast út með afrakstur ferðarinnar, 8000 krónur rúmar takk fyrir! En nú á ég tannkrem, sjampó og klósettpappír og svelt allavega ekki þennan mánuðinn og get hætt að sníkja mat hjá mömmu og pabba;)
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|