fimmtudagur, apríl 22, 2004

Nú er sumar gleðjist gumar!

Góðan daginn hér..sumardagurinn fyrsti genginn í garð og aldrei þessu vant er bara hið ágætasta veður. Mér verður reyndar litið upp í fjall og finnst eitthvað lítið fara fyrir snjónum, sem er ágætt að mörgu leyti nema að Andrésarleikarnir voru settir í gær! Þeir hefðu nú bara átt að aflýsa þeim eins og í fyrra. Ísland er greinilega að breytast í hitabeltisland og kominn tími á að henda kraftgöllum og lambhúshettum og draga upp rósótt pils og sandala og láta blóm í hárið. Ég allavega fór í bað í gærkvöldi, drakk ískalt blush og bar svo á mig brúnku og fór í bæjarferð í blíðunni. Komst svo að þeirru köldu staðreynd að ég er orðin of gömul fyrir skemmtanalífið, því ég var nálægt því að vera aldursforsetinn á staðnum og þekkti engan! Keypti mér því bara pylsu og hamborgara og fékk far heim í geggjaðri Novu sem var gerð gangfær í gær og ilmaði af bensíni, leðri og bílskúrsangan. Ég gerði díl við bílstjórann að fá kaggann lánaðan og mala Einar Birgis í næstu spyrnu;) Hér með skora ég á hann!