mánudagur, apríl 26, 2004

Æðruleysið

Var að koma úr æðruleysismessu. Eitthvert besta andlega pepp sam hægt er að fá! Það er mikið sungið og farið með bænir, reynslusögur sagðar og allt er mjög frjálslegt. Þessar messur byggja á tólf spora kerfinu og því mikið af AA fólki sem mætir, en þær eru öllum opnar og ekki bara fyrir ákveðinn hóp fólks. Það er lítil hljómsveit sem spilar, bassa- og gítarleikari og svo söngkona sem leiðir sönginn. En það virðist vera sama hversu oft ég fer, ég þarf alltaf að halda aftur af tárunum. Hvernig stendur á þessu? Lögin og bænirnar eru náttúrulega gríðarlega falleg og maður kemst í eitthvað ástand æðri vitundar...eða hvað ég á nú að kalla það:o) Allavega hvet ég alla til að mæta í svona messur, því hún Jóna Lísa prestur er alveg yndisleg og það er svo gott að koma í kirkjuna. Svo í lok messu er krossað í lófa allra með olíu og maður blessaður og svo getur maður kveikt á bænakerti. Algjört æði!