Spurning: En er þetta persónulegt?
Davíð: Nei þetta er bara frumvarp sem stjórnarflokkar flytja.
Spurning: En er þetta ekki á skjön við stefnu Sjálfstæðisflokksins um meira frelsi?
Davíð: Nei, ég tel að það sé verið að tryggja frelsi. Það er verið að tryggja frelsi.
Spurning: Hvers?
Davíð: Fjölmiðla.
Sickgirl: HUH!!????!!
Spurning: En er frumvarpinu beint gegn Norðurljósum?
Davíð: Nei, frumvarpið er almennt. Þið verðið að átta ykkur á því að frumvarp sem verður að lögum gildir í áratugi eða lengur ef þeim er ekki breytt. Það er margt sem breytist. Ég heyrði það alltaf á sínum tíma þegar ég var borgarstjóri að ég var að byggja ráðhús handa mér. Var ég að því? Er ég þar?
Spurning: En af hverju var tekin ákvörðun um að hafa 25% frekar en 30% sem Baugur hefur nú þegar?
Davíð: Það hefur ekkert með Baug að gera, það er verið að tryggja almennt dreifða eignaraðild í fjölmiðlafyrirtækjum.
Spurning: En ef Norðurljós og Frétt hefði ekki sameinast hefði þetta frumvarp samt verið lagt fram?
Davíð: Ég ætla ekki að svara svona hefði, hefði spurningum.
Sickgirl: Iss piss, pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn!
Spurning: Nú segir Hreinn Loftsson að hann hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og ekki geta verið í flokki sem hagaði sér svona. Það er nú þinn gamli aðstoðarmaður, hvað viltu segja um það?
Davíð: Ég óska honum alls góðs.
Spurning: Ertu sár að missa hann úr flokknum?
Davíð: Mér þykir það lakara, þetta er ágætur maður. Það er með flokka eins og minn og aðra flokka að menn eru þar algjörlegan á eigin ábyrgð og samkvæmt eigin ákvörðun og menn ganga í flokka og fara úr flokkum ... Í mínum flokki hefur það verið svona að menn ganga í og úr flokknum svona þrír til fjórir í viku, en mér finnst auðvitað sárt að Hreinn skuli frekar kjósa að vera í Baugi en Sjálfstæðisflokknum.
Sickgirl: Jájá...og þú segir að þetta sé ekkert persónulegt?
Áhugaverðar pælingar um Fréttablaðið hér
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Davíð, Davíð...æj æj æj
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:19
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|