Ætli bloggsíðan mín virki áhugaverðari fyrir þá staðreynd að ég er með mynd af mér að sýna á mér brjóstið í svona skemmtilegri stemmningu í Sjallanum? Hafði ekki úr mörgum myndum að velja svosem!
Ég sit hérna með Nescafe í krús, alveg nývöknuð og er að velta fyrir mér spurningu dagsins; á ég að nenna í skólann eða ekki? Þegar svona langt er liðið á önnina, skiladagur fer að nálgast, er eins og sogist úr manni allur kraftur, eða að minnsta kosti þessi litli kraftur sem var til staðar! Á að mæta í sexfaldan tíma í tauþrykki..ja átti að mæta fyrir tíu mínútum..sem er voða skemmtilegt fag reyndar en Nesið og tölvan heilla meira þessa stundina. Vorblærinn leikur við tásurnar mínar (ætti kannski að loka út á svalir brrrr) og tíminn mjakast áfram..reyndar líður hann soldið hraðar en eðlilegt er því ég er of sein í skólann. Ætli klukkur geri þetta almennt? Hvað um það, var hjá Goddezz heillengi í gær þar sem hún kenndi mér á töfraheima bloggsins og ég er búin að stofna mína eigin myndasíðu. Er búin að setja tvær myndir af sjálfri mér inn, egoið að drepa mig, en úrbætur eru næst á dagskrá! Hvernig er þetta annars með svona myndasíður, er þetta ekki stórhættulegt? Lenti í því um daginn að einhver skíthæll braust inn á tölvuna mína og dreifði vægt til orða tekið persónulegum myndum af mér á netið! Er ekki auðvelt að komast inn á tölvuna manns í gegnum svona myndasíður? Ég er víst langt frá því að vera tölvunörd og skil ekki hvernig þetta er gert, og einning er ég langt frá því að vera svona illa innrætt að ég myndi gera nokkurri manneskju svona lagað! Mér þætti áhugavert að vita hver var svona illgjarn og óþenkjandi að detta þetta í hug.
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Martröð netheimsins
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:03
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|