mánudagur, september 27, 2004

Einar Ágúst

viðriðinn eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, fer í meðferð í dag...ég get svo svarið það, eins og ég var skotin í honum hérna í denn! Það er reyndar DV sem birtir fréttina svo ég veit ekki hversu trúanlega maður á að taka þessu, en ég hélt að hann væri orðinn frelsaður og fanatíksur á áfengi og eiturlyf, harðgiftur engillinn. Kannski maður fjárfesti í DV og sökkvi sér í slúðrið.

laugardagur, september 25, 2004

Ebay Skíbei!

Já, ef ég var ekki búin að skrifa það áður (minnið farið að gefa sig) þá fékk ég mér VISA kort og er búin að greiða skuldir mínar á Ebay! Var búin að fá eittvert unpaid item strike og farin að svitna, svo ég dreif í þessu, kemur í ljós hvort þetta muni einhverntíma koma til mín, það er annað mál! Lét senda vöruna til shopUSA og þeir eiga að sjá um að koma henni til mín. Það verður spennandi að sjá hvort þetta gangi upp.

Skallinn

Fór á Hárið í gær í höllinni, það var alveg magnað! Við Bjartmar og Gummi litlibró ákváðum að mæta snemma svo við fengjum góð sæti (það var nú reyndar ég sem stjórnaði því hehe) og vorum komin rétt rúmlega sjö, en nei nei þá var bara mega röð um allt bílastæðið! Einhverjir greinilega mætt mjög snemma til að geta setið fremst. En við fengum sæti á ágætum stað, sáum mjög vel, nema hvað að við sátum á einhverjum helvítis trébekkjum og strax eftir hálftíma var rassinn orðinn heldur aumur og bakið slæmt. Já, en sýningin var alveg æðisleg, fékk gæsahúð örugglega 70 sinnum og langaði helst að dansa með þeim. Nektar atriðið var nú ekkert svaðalegt neitt, bara fullt af júllum flaksandi um allt sviðið í svona hálfgerri þoku, en leikararnir hafa örugglega aldrei farið úr fötunum fyrir framan svona marga í einu, það voru nefnilega 1500 manns á sýningunni;) Ég reyndi að koma auga á sprellann á Hilmi Snæ, en sá ekkert fyrir skoppandi búbbum, dem it! Híhíhí...
Já, í lok sýningarinnar var einhver ljósmyndari á vappi þarna fyrir framan okkur og held hann hafi smellt af nokkrum myndum svona í áttina að okkur, svo hafið augun opin fyrir skvísunni mér í rauðum bol í blöðunum;)

föstudagur, september 24, 2004

Americas next top model

er sko uppáhaldsþátturinn minn í öllum heimi!! Hann er svo fyndinn að ég fæ hreinlega stundum tár í augun og magakrampa. Fyrir það fyrsta er Tyra Banks gjörsamlega út úr kú greyið kellingin, með myndir af sjálfri sér út um allt og í öllum auglýsingum um þáttinn, alveg fáránlegt þar sem þátturinn fjallar ekkert um hana, hún stjórnar honum bara, og svo í há-dramahluta þáttarins þegar hún þarf að reka eina skvísuna heim, þá hljómar hún alltaf svo hryllilega væmin, annað hvort eins og hún sé að fara að grenja eða fá það eða ég bara veit hreint ekki hvað. Og svo eru þessar yndislegu stúlkur sem eru að keppa um titilinn, þær eru gjörsamlega magnaðar. Þátturinn í gær er nú gott dæmi um það. Í fyrsta lagi skipta þær skapi jafn oft og þær blikka augunum, svo var fáránlega fyndið þegar ein horrenglan sem greinilega hafði ekki borðað í fimm daga fékk svima og lagðist í gólfið, komu þá ekki hin tíu gáfnaljósin og veifuðu allar blöðum framan í hana, færðu henni mat og drykk og ég veit ekki hvað og hvað, æi þetta var bara svo fyndið, get ekki lýst því. Svo grenjaði ein gellan næstum allan þáttinn, það var bara allt að, vá ég vaki sko fúslega til hálf eitt á fimmtudögum til að geta fylgst með þessu!
Reyndar var fyrsta serían nokkuð betri, sérstaklega þar sem svalasta stelpan vann, hún Adrienne (er haggi annars?), hélt með henni allan tímann þar sem hún var eina stelpan sem var ekkert með eitthvað væmið aumingja drama kjaftæði, bara cool á því.
Já ok, gaman gaman ég veit, bara eeeelska þessa þætti:)

mánudagur, september 20, 2004

Múhaha...

Ef þessi mynd er ekki getnaðarleg þá bara veit ég sko ekki hvað getnaður er!!


Dúddelíus svooooo sexy;)

... :o)

Æm bakk! Tölvan mín var öll í klessu en ráðin hefur verið bót á því. Það er helst að frétta að ég er byrjuð að vinna á Gallup, fimmta vaktin mín í kvöld. Vinnutíminn er frá 18-22 á virkum kvöldum og dagvaktir um helgar. Það er ætlast til þess að ég taki tvo virka daga og eina helgarvakt í viku, en ég ætla að reyna að taka eitthvað fleiri vaktir allavega til að byrja með, áður en ég fæ ógeð. Er bara að standa mig ágætlega það sem komið er, vona að það sé ekki bara byrjenda heppni! Ég ítreka það aftur við lesendur að vera góðir við þá sem hringja frá Gallup, það er svo leiðinlegt þegar fólk er dónalegt og vill ekki svara:(
Hugrún darling átti afmæli í gær, nú er hún alveg að verða stór. Við Birna gáfum henni trefil og vettlinga til að halda á sér hita í vetur, enda búið að kólna ískyggilega hérna á norðurslóðum. Læt mig dreyma um sól og suðrænar strandir...mmmmm....
Ég bara gerði ekki shit um helgina, var að vinna á föstudagskvöldið og jú ég reyndar kíkti í heimsókn til Drafnar á laugardagskvöldið, hún var að flytja í 4 herbergja íbúð, stækka við sig þar sem hún er svo dugleg í að fjölga sér. Á von á litlum tvíbbum í desember eða janúar þessi elska, þá verður sko aldeilis nóg að gera! Er að spá í að gefa henni húshjálp í fæðingargjöf, panta eitt stykki svoleiðis einhversstaðar að utan..hmmm...any ideas?
Jamm og jæja, spurning um að halla sér örlitla stund áður en ég fer í ræktina, sofnaði alltof seint í gær. Svo er aftur skóli og svo vinna, nóg að gera hjá kellunni sko!

Ahhh jæja

þá er tölvan mín komin aftur í lag, thank G for that! Var farin að titra svolítið og ganga um gólf að geta ekki bloggað. En hef engan tíma í þetta akkúrat núna, þarf að sækja hana móður mína í vinnuna, en helstu fréttir verða komnar inn á síðuna á morgun, tata þangað til!

þriðjudagur, september 14, 2004

LOKSINS

fékk ég svar frá snyrtiskólanum í Köben, jeij jeij. Það er íslenskur kennari þar og hún skrifaði mér til baka að þau tækju inn ótakmarkað magn af útlendingum, því fleiri því betra, ekki hljómar það illa fyrir mig, og að skólinn taki inn um 60-70 nemendur á önn, ekki hljómar það heldur illa fyrir mig! Þá er bara að fara að útbúa glæsi umsókn með einkunnir frá sem flestum skólum og meðmælum og hvaðeina...hmmm...kannski maður ætti bara að útbúa lítinn snyrtifræðibækling með eigin uppskriftum, taka nokkrar förðunarmyndir og fara á kostum? :) Nei, veit ekki hvort það myndi vekja mikla lukku hjá proffunum þarna ytra. Well, er komin með fiðring í magann alveg hreint, ætla að gera nokkrar armbeygjur.

Til að friða...

...púddelhundinn svolítið þá get ég sagt frá því að ég fór á djammið á laugardagskvöldið! Fékk mér nokkra LITE og smá blush og fór með Birnu og co. á Oddvitann. Get nú ekki sagt að þar hafi verið mikið fjör, tók samt nokkra snúninga áður en við fórum á Vélsmiðjuna. Þegar þangað var komið ákváðu skötuhjúin NÝTRÚLOFUÐU Birna og Jói að fara bara heim í ástarhreiðrið sitt, en þar sem ég hafði borgað 800 krónur inn tímdi ég ekki að fara, svo ég varð ein eftir. Þekkti nákvæmlega engan þarna inni! Hitti gamlan kall (reyndar bara 52 en leit út fyrir að koma beint af elló smelló sko) sem sagði að fólk kallaði hann stundum Haukinn...hmmm...og að hann hefði spilað með Agli Ólafssyni hérna í denn. Haukurinn og Egillinn. Gaman að því, dansaði því miður nokkur lög við hann en lét mig svo hverfa snögglega því hann var farinn að halda að hann fengi eitthvað meira. Skoppaði mér inn í bæ aftur og hitti co-ið frá því fyrr um kvöldið, ákvað á kaupa mér ekki pizzu á vægast sagt uppsprengdu verði, en fara þess í stað heim. Þetta var djammsaga mánaðarins, önnur eins svaðaleg djammferð verður e.t.v. farin síðar og verða allar nýjustu upplýsingar að finna hér á síðunni. Danke schön!

mánudagur, september 13, 2004

Heilinn á mér...

...ekki alveg upp á sitt besta í dag, tókst einhvernveginn bara að slökkva á vekjaranum í morgun og hverfa langt undir sængina..sem þýddi að ég mætti ekki í eðlis- og efnafræðitímann minn í morgun! Það var nú svo sem ekki mikill missir, förum alltaf yfir það sama allavega tvisvar í viku, ekkert voðalega bright fólk með mér í þeim tíma! Eða jújú kannski alveg bright en nennir ekki að læra heima býst ég við. Ég mætti samt í líffræða- og lífeðlisfræðina klukkan þrjú, vorum að raða líffærum í dúkkur og svona, voða gaman. Ég er samt svolítið kvíðin fyrir prófinu í þeim áfanga, þurfum að læra svona skrilljón latínuheiti á öllum vöðvum, beinum og líffærum í líkamanum. Ég hef ákveðið að fara ekki í læknisfræði allavega! Held ég þurfi að leggja aðal áhersluna á húðina, hárið og blóðrásarkerfið fyrir snyrtifræðina, eða það meikar svona mest sens finnst mér. Jebb, ætla að fara að drífa mig í ræktina, fór ekkert um helgina og er strax búin að fitna um svona tíu kíló sirka og komin með fráhvarf. Tata í bili.

sunnudagur, september 12, 2004

Ég held bara...

...að það sé enginn sem lesi síðuna mína nema hann Lifur! Samt er ég búin að reikna út að það séu á milli 10 og 20 heimsóknir á sólarhring, svo ég er ekki alveg að átta mig á hvað er í gangi. Kannski opnar vefskoðarinn minn bara síðuna reglulega, svona til að tékka statusinn á öllu? Hmmm, ætla að sökkva mér niður í rannsókn á þessu dularfulla máli, vonast til að verða komin með niðurstöður innan fárra daga.

laugardagur, september 11, 2004

Hvernig væri svo...

...að eitthvað af þessu fólki sem kemur á síðuna mína myndi kommenta svolítið hjá mér eða skrifa í gestabókina mína, svona svo ég viti hverjir eru að fylgjast memm!

Var að fatta...

...að ég hef ekki sett eina einustu nýja mynd inn á síðuna síðan í maí örugglega, hversu lélegt er það!! Hef hugsað mér að fara að bæta úr því, kannski með því að fá mér myndavél;) Eða hef kannski ekki efni á að blæða í myndavél núna, er alltaf að eyða, kortið í ræktina kostaði til dæmis 25 þúsund kall ARG! Fæ þá bara lánaða myndavél og tilheyrandi græjur og fer að dokjúmentera soldið, sýna hvað ég er orðin stælt og grönn og svona múhahahaha.....

föstudagur, september 10, 2004

Hljóp í bankann í dag og pantaði mér eitt stykki kreditkort til að redda ebay málum. Ætla reyndar að hafa það fyrirframgreitt svo það er í rauninni bara eins og debetkort en með visanúmeri. Það verður tilbúið eftir svona viku en ég má hringja á þriðjudaginn og get þá fengið númerið á kortinu. Drífa sig í að redda málunum svo ég fái fínu snyrtitöskuna mína sem fyrst;)

Múhahaha!

Ég er alveg að gleyma stórfréttum! Ég byrjaði loksins í ræktinni í fyrradag. Er búin að djöflast núna í þrjá daga því ég ætla að verða geggjað fit og flott í vetur. Það væri draumur ef ég endist til að mæta á hverjum degi. Í fyrradag tók ég 20 mín á stepper, 20 mín á hjóli og lyfti svo með fótum, í gær tók ég 40 mín á stepper, kraftgöngu í 20 mín og lyfti með höndum, og í dag tók ég 40 mín á stepper og 20 mín á einhverju undarlegu tæki þar sem maður heldur í stangir og skautar svona áfram, voða gaman. Og svo auðvitað alltaf slatta af maga- og bakæfingum og teygjum. Manni líður svo vel eftir þetta að það er með ólíkindum, finnst ég strax orðin 5 kílóum léttari og ekkert smá stælt, hehe;) Hélt samt á tímabili í dag að ég væri að fá fyrir hjartað, en ég komst heil heim. En það var eitt alveg fáránlegt, þurfti að hætta þegar ég var að byrja að teygja á því ég fékk alveg óstjórnlega verki í endaþarminn HAHA! Staulaðist út í bíl og dreif mig bara heim, uss uss, var svona að spá hvort ég ætti að fara heim eða á sjúkrahúsið, var ekki alveg að lítast á blikuna!! Gaman að þessu:o)

fimmtudagur, september 09, 2004

Úff ég er sko algjör klúðrari!

Tók upp á því snjallræði að sörfa á ebay.com í gær, skráði mig inn og allt, prufaði svo að bjóða í eina vöru, bara svona ganni...og heldurðu ekki að konan hafi bara verið hæstbjóðandi! Ég fékk alveg hnút í magann, hætti að anda og fékk svima, ekki laust við smá ógleði líka, því ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera næst! Veit ekki hvernig ég á að borga eða neitt því ég á ekki kreditkort, allt í steik! Fór inn á shopusa.is og reyndi að krafla mig í gegnum leiðbeiningar þar, en ég bara botna hvorki upp nér niður í neinu ennþá! Ég meina, á ég að borga vöruna á ebay og láta senda hana til shopUSA eða borga þeir fyrir mig vöruna þegar hún kemur þangað og rukka mig svo? Varla verður varan send af stað ef ég er ekki búin að borga? ARG ætli þetta endi ekki með því að ég skokki út í banka og reddi meiru einu stykki kreditkorti.. þó ég hafi lofað sjálfri mér því að eignast aldrei svoleiðis. Eitthvað verður konugreyið að gera, ekki vil ég enda uppi með kæru eða einhvern fjandann, ja hvað veit maður! Hjálp óskast!

miðvikudagur, september 08, 2004

Jæja, sendi fyrirspurn til Danmerkur um skólann sem mig langar voða til að fara í. Cidesco kosmetologskolen í Kaupmannahöfn. Vantar upplýsingar um hvað þeir taka inn marga nemendur, hvenær ég þarf að sækja um og úr hvaða fögum þeir vilja fá einkunnir... og auðvitað hvort þeir taki ekki örugglega inn útlendinga! Skrifaði að ég væri að læra mikrobiologi, "fysik og kemi" og anatomiu og physiologiu... reyna að fá góð viðbrögð sko! Er svo spennt að fá svar, held ég sitji bara hérna við tölvuna í dag og bíði:) Mig langar svo geggjað að komast inn í þennan skóla, verð spenntari með hverjum deginum. Já ég get sko sagt þér að það verða mikil vonbrigði ef ég kemst ekki inn! Krossið fingur fyrir mig...

þriðjudagur, september 07, 2004

"Golgikerfi pakka velli til útflutnings úr frumunni..." Múhaha....pakka velli!! Skemmtileg þessi líffæra- og lífeðlisfræði. Var í sýklafræði í morgun, nokkuð áhugavert fag, erum aðallega að læra núna hvað gerist með mat sem skilinn er eftir á borði...jakkí girnilegt sko!
Annars búin að lesa yfir mig af snyrtifræðibókum og orðin soldið pirrandi við kallinn og familíuna held ég með beautytips alveg hægri vinstri. Var meira að segja að kaupa húðvörur handa litla bróa, hann kominn á unglingabólu aldurinn, kemur í ljós á eftir hvort ég get neytt hann til að nota þetta hehe. Get alveg sleppt þessum snyrtifræðiskóla held ég, er að verða útlærð hérna heima:) Komst að því að grænn augnskuggi fer mér enganveginn, og ég er hreint skelfilega léleg að láta á mig blautan eye-liner. Verð líklega að taka sérstakt námskeið í þeim fræðum!

mánudagur, september 06, 2004

Gallup

Fór í atvinnuviðtal hjá Gallup í morgun. Þetta lítur allt vel út, kom sveitt út eftir 3. gráðu yfirheyrslu með spyrlahandbók Gallup undir arminum. Fer svo aftur í spjall á morgun og svo beint á vakt held ég....þ.e.a.s. ef ég floppa ekki algjörlega í spjallinu á morgun og kann ekki neitt sem ég var að lesa;) En við vonum nú ekki! Svo mun reyna mikið á sannfæringarkraft minn við að fá fólk til að nenna að svara þessum blessuðu könnunum, því eins og allir vita þá er fólk ekkert voða viljugt til þess. Ég samt get aldrei sagt nei og er búin að svara öllum könnunum samviskusamlega, enda alltaf verið að hringja í mig!! Oftast hef ég nú ekki hundsvit á því sem spurt er um, en það er nú bara soldið gaman að þessu. Svo ég ætla bara að biðja ykkur að vinsamlega vera jákvæð þegar Gallup hringir í ykkur framvegis og svara könnuninni!!

sunnudagur, september 05, 2004

Skrambinn

Æjæj...búin að blogga en það mistókst eitthvað svo allt hvarf bara. Stundum er þessi síða bara eitthvað stórfurðuleg! Allavega þá er ég bara búin að liggja heima um helgina og hafa það notalegt, lesa um mat og snyrtifræði og kúra á nýja sófasettinu mínu!! Birna lánaði mér sem sagt eldrautt svona "plusssófasett" eða hvað það nú heitir...hehe...sem amma hans Jóa átti og það er alveg hryllilega þægilegt. Reyndar er það 3+2+1 svo það rétt kemst fyrir í stofunni minni, en þetta er bara svo þúsund sinnum þægilegra en helvískt antiksettið sem ég var með sem maður fær sko náladofa í rassinn af eftir 10 mínútur og getur engan veginn legið í því með góða móti því armarnir eru svo háir og harðir.
Fór reyndar í bíó í gær með mömmu og Gumma að sjá Fahrenheit 9/11 og hún er soldið mögnuð. Sat stundum bara gapandi yfir Bush og hvernig hann kemst eiginlega upp með allan sinn skít. Þingið í USA er sko meira en lítið spillt virðist vera! Svo í enda myndarinnar ætlaði greyið að fara með eitthvað frægt máltæki en hann bara kunni það ekki, hehe. Byrjaði:"Fool me once, shame on...." svo bara kunni hann ekki meir og sagði eitthvað annað. Þetta á sem sagt að vera einhvernveginn: "Fool me once, shame on you, fool me twice, shame on me."
Jamm, það var enginn öl og ekkert tjútt á gellunni um þessa helgi, en koma helgar kemur orka!

föstudagur, september 03, 2004

Öfund SPÖFUND sko!

Vá maður...endilega kíkið á síðuna hennar Dúddu. Konan er að túra um Bandaríkin með hljómsveitinni sinni Worm is Green, búin að vera í New York og Seattle, og eru að vekja feiknar lukku... og fólk á Íslandi veit varla hver þau eru!! Djöfull ætla ég með henni á túr þegar hún er orðin rík og fræg:o)

We're working, we're working...

Hvað er betra en steikt tófú með spínati, sojasósu og sesamfræjum? Örugglega margt sko... en þetta er nýja fæðið mitt. Er í detox prógrammi núna, byrjaði á mánudaginn. Engar mjólkurvörur, ekkert brauð, pasta eða hveiti, enginn viðbættur sykur, ekkert rautt kjöt, ekkert salt. Borða brún hrísgrjón (sem tekur bæ ðe vei 45 mínútur að sjóða), sojabaunir, -mjólk, og -mauk, túnfisk, kjúkling, fisk og ógrynni af grænmeti og ávöxtum. Keypti mér glæsilegan mixer og skelli hverju sem er í hann, alls konar ávöxtum, grænmeti, sojamjólk og klökum, algjört nammi! Og ég er svo full af orku að það er með ólíkindum! Að minnsta kosti á daginn, en á kvöldin er ég orðin dauðþreytt um 9 eða 10 leytið;) Konan er auðvitað sísvöng á þessu fæði og alltaf að narta í eitthvað, en bara hollt! En það ótrúlegasta er að ég er búin að missa 2 kíló bara á 4 dögum þó ég borði alveg helling!! Það er líklega af því að ég reyni að forðast kolvetnin, en þannig neyðir maður líkamann til að brenna fitu. Ef þetta gengur svona vel áfram sé ég fram á að verða horfin um jólin;) Fór meira að segja niður í Átak áðan og keypti mér tvö og hálft kíló af prótíndufti með vanillubragði hehe...verð komin með æluna af vanillu eftir nokkra daga! Blanda því saman við sojamjólk og ávexti, tær snilld! Fitubrennsla fitubrennsla!