Jæja, sendi fyrirspurn til Danmerkur um skólann sem mig langar voða til að fara í. Cidesco kosmetologskolen í Kaupmannahöfn. Vantar upplýsingar um hvað þeir taka inn marga nemendur, hvenær ég þarf að sækja um og úr hvaða fögum þeir vilja fá einkunnir... og auðvitað hvort þeir taki ekki örugglega inn útlendinga! Skrifaði að ég væri að læra mikrobiologi, "fysik og kemi" og anatomiu og physiologiu... reyna að fá góð viðbrögð sko! Er svo spennt að fá svar, held ég sitji bara hérna við tölvuna í dag og bíði:) Mig langar svo geggjað að komast inn í þennan skóla, verð spenntari með hverjum deginum. Já ég get sko sagt þér að það verða mikil vonbrigði ef ég kemst ekki inn! Krossið fingur fyrir mig...
miðvikudagur, september 08, 2004
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|