þriðjudagur, september 14, 2004

LOKSINS

fékk ég svar frá snyrtiskólanum í Köben, jeij jeij. Það er íslenskur kennari þar og hún skrifaði mér til baka að þau tækju inn ótakmarkað magn af útlendingum, því fleiri því betra, ekki hljómar það illa fyrir mig, og að skólinn taki inn um 60-70 nemendur á önn, ekki hljómar það heldur illa fyrir mig! Þá er bara að fara að útbúa glæsi umsókn með einkunnir frá sem flestum skólum og meðmælum og hvaðeina...hmmm...kannski maður ætti bara að útbúa lítinn snyrtifræðibækling með eigin uppskriftum, taka nokkrar förðunarmyndir og fara á kostum? :) Nei, veit ekki hvort það myndi vekja mikla lukku hjá proffunum þarna ytra. Well, er komin með fiðring í magann alveg hreint, ætla að gera nokkrar armbeygjur.