...púddelhundinn svolítið þá get ég sagt frá því að ég fór á djammið á laugardagskvöldið! Fékk mér nokkra LITE og smá blush og fór með Birnu og co. á Oddvitann. Get nú ekki sagt að þar hafi verið mikið fjör, tók samt nokkra snúninga áður en við fórum á Vélsmiðjuna. Þegar þangað var komið ákváðu skötuhjúin NÝTRÚLOFUÐU Birna og Jói að fara bara heim í ástarhreiðrið sitt, en þar sem ég hafði borgað 800 krónur inn tímdi ég ekki að fara, svo ég varð ein eftir. Þekkti nákvæmlega engan þarna inni! Hitti gamlan kall (reyndar bara 52 en leit út fyrir að koma beint af elló smelló sko) sem sagði að fólk kallaði hann stundum Haukinn...hmmm...og að hann hefði spilað með Agli Ólafssyni hérna í denn. Haukurinn og Egillinn. Gaman að því, dansaði því miður nokkur lög við hann en lét mig svo hverfa snögglega því hann var farinn að halda að hann fengi eitthvað meira. Skoppaði mér inn í bæ aftur og hitti co-ið frá því fyrr um kvöldið, ákvað á kaupa mér ekki pizzu á vægast sagt uppsprengdu verði, en fara þess í stað heim. Þetta var djammsaga mánaðarins, önnur eins svaðaleg djammferð verður e.t.v. farin síðar og verða allar nýjustu upplýsingar að finna hér á síðunni. Danke schön!
þriðjudagur, september 14, 2004
Til að friða...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 11:59
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|