...ekki alveg upp á sitt besta í dag, tókst einhvernveginn bara að slökkva á vekjaranum í morgun og hverfa langt undir sængina..sem þýddi að ég mætti ekki í eðlis- og efnafræðitímann minn í morgun! Það var nú svo sem ekki mikill missir, förum alltaf yfir það sama allavega tvisvar í viku, ekkert voðalega bright fólk með mér í þeim tíma! Eða jújú kannski alveg bright en nennir ekki að læra heima býst ég við. Ég mætti samt í líffræða- og lífeðlisfræðina klukkan þrjú, vorum að raða líffærum í dúkkur og svona, voða gaman. Ég er samt svolítið kvíðin fyrir prófinu í þeim áfanga, þurfum að læra svona skrilljón latínuheiti á öllum vöðvum, beinum og líffærum í líkamanum. Ég hef ákveðið að fara ekki í læknisfræði allavega! Held ég þurfi að leggja aðal áhersluna á húðina, hárið og blóðrásarkerfið fyrir snyrtifræðina, eða það meikar svona mest sens finnst mér. Jebb, ætla að fara að drífa mig í ræktina, fór ekkert um helgina og er strax búin að fitna um svona tíu kíló sirka og komin með fráhvarf. Tata í bili.
mánudagur, september 13, 2004
Heilinn á mér...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|