fimmtudagur, september 09, 2004

Úff ég er sko algjör klúðrari!

Tók upp á því snjallræði að sörfa á ebay.com í gær, skráði mig inn og allt, prufaði svo að bjóða í eina vöru, bara svona ganni...og heldurðu ekki að konan hafi bara verið hæstbjóðandi! Ég fékk alveg hnút í magann, hætti að anda og fékk svima, ekki laust við smá ógleði líka, því ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera næst! Veit ekki hvernig ég á að borga eða neitt því ég á ekki kreditkort, allt í steik! Fór inn á shopusa.is og reyndi að krafla mig í gegnum leiðbeiningar þar, en ég bara botna hvorki upp nér niður í neinu ennþá! Ég meina, á ég að borga vöruna á ebay og láta senda hana til shopUSA eða borga þeir fyrir mig vöruna þegar hún kemur þangað og rukka mig svo? Varla verður varan send af stað ef ég er ekki búin að borga? ARG ætli þetta endi ekki með því að ég skokki út í banka og reddi meiru einu stykki kreditkorti.. þó ég hafi lofað sjálfri mér því að eignast aldrei svoleiðis. Eitthvað verður konugreyið að gera, ekki vil ég enda uppi með kæru eða einhvern fjandann, ja hvað veit maður! Hjálp óskast!