Já, þá er dagurinn runninn upp. Dagurinn sem ég þarf að hætta að segja að ég sé 24. En er ekki bara svoldið kúl að vera 25? Ég held það, núna er maður eitthvað svo fullorðinn allt í einu;) En að sjálfsögðu er ég enn 18 í anda, held það breytist seint.
Stelpan búin að vera gífurlega bissí að taka íbúðina í gegn, ma kom í gær og missti sig í eldhúshreingerningu, held hún hafi bókstaflega slefað af ánægju, meðan ég settist við saumvélina og saumaði loksins hengi fyrir þvottahúsdyrnar. Saumaði dúk á borðstofuborðið á þriðjudaginn og bleika partýdressið á sunnudaginn, er greinilega að verða fyrirmyndarhúsmóðir, líst ekkert á blikuna! Næst á dagskrá er svo að fara í stórinnkaup fyrir veisluna á morgun, stend heldur betur í ströngu þessa dagana, og þar verður mikið um dýrðir. Sé mig í anda fá mér einn Lite á laugardagskvöldið og sökkva niður í sófann og sofna...nei vona nú ekki og fæ reyndar slatta hjálp frá ma, hún ætlar til dæmis að hjálpa mér við eldamennsku og bakstur. Já ég má engan tíma missa, er rokin af stað aftur, munið svo eftir að gefa mér stóran afmælispakka!!!
föstudagur, nóvember 05, 2004
Ég á afmæli!!!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 09:27
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|