Síminn hringdi í hádeginu með leyninúmeri. Jú halló segi ég og þá bara fæ ég þessa líka ræðu á dönsku og segi ja ja ja við öllu, þangað til frökenin spyr hvort ég sé nokkuð á leið til Köben á næstunni. Ég tilkynnti það á dönsku að ég byggi nú á Íslandi og hún sagðist vita það, og þar með var dönskukunnátta mín þann daginn gufuð upp, kvótinn búinn. Ég stressaðist svo hryllilega að ég titraði og stamaði einhverjum fjanda út úr mér á leikskóla ensku því tungumálasvæðið í heilanum á mér varð skyndilega óvirkt. Vegna stresskastsins man ég bara ekki nokkurn skapaðan hlut hvað blessuð konan sagði og er búin að vera vægast sagt miður mín, gat ekki einbeitt mér í skólanum áðan og er hálf mállaus ennþá. Það eina sem ég náði var að konan spurði hvort hún mætti þá senda mér pappírana og ég sagði Yes thank you very much. Það skelfilegasta er að ég sendi tvö blöð með umsókninni minni um hvað ég væri nú klár í dönsku. Ohhhh er hægt að vera meiri lúser? *grenj*
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|