en það gerðist í dag að það var hringt í mig og mér boðin vinna. Ljómandi að þurfa ekki að sjá um að leita sér sjálf að vinnu. Losnaði sem sagt starf í Ríkinu, eitthvað um helgar og í jólafríinu. Ég þáði það með þökkum, þarf að borga tannlæknareikning og kaupa jólagjafir og ekki verra að eiga pening í það!
Kom svo nýrri umsókn í póst með sjöfaldri ábyrgð, einkaflugmanni og lífverði. Hlýtur að skila sér núna. Það þýddi ekkert að skammast út af hinnu umsókninni þar sem ég sendi hana ekki í ábyrgð, hélt hún ætti nú að skila sér þrátt fyrir það!! Geri þau mistök ekki aftur.
Jebb, svo er það bara Gallup Gallup Gallup, yndið mitt eina! Verður góð tilbreyting að komast soldið í jólaösina í Ríkinu.
mánudagur, nóvember 15, 2004
Það gerist nú ekki oft
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:34
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|