Þetta tókst að lokum en eitthvað hafa myndirnar raðað sér vitlaust inn því fyrstu myndirnar eru vel drukknar en það rennur jafnt og þétt af þeim er á líður. Svo er kominn inn linkur hérna til hliðar. Enjoy!
þriðjudagur, maí 31, 2005
Tíu ára Gagga reunion 2005 ... ekki til eftirbreytni!
Netið er ekki búið að virka hjá mér síðan á laugardaginn og það hefur angrað mig verulega. En ég fékk góðan snilla til að redda þessu fyrir mig og er ég nú komin í samband við umheiminn á ný. Jeij!
Hápunktur helgarinnar var tíu ára Gagga reunionið sem byrjaði með pompi og prakt á föstudagskvöldinu á Græna hattinum. Við Hugrúm vorum reyndar æði þreyttar og enduðum kvöldið snemma með stórri pizzu, bernes og hvítlauksolíu, sé ekki eftir því, því að laugardagurinn tók mikið á og þurfti ég á allri minni orku að halda, enda glösum stíft lyft og raddbönd þanin til hins ítrasta. Ég er að vinna í að koma myndunum 215 sem teknar voru, inn á netið, tekur sko aldeilis sinn tíma, en hérna fyrir neðan eru smá forsmekkur af því sem koma skal, nú er bara um að gera að missa sig ekki í æsingi og bíða róleg eftir framhaldinu, ég smelli inn link um leið og þetta klárast hjá mér.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:44 |
fimmtudagur, maí 26, 2005
Garún hafði það af
Það var mikil stúdentsveisla hjá Garúnu á Eurovison laugardaginn, sem varð þess valdandi að ég missti af keppninni og sá hana ekki fyrr en á þriðjudaginn. Ekki mikill missir, ég spólaði yfir vinningslagið vegna einstakra leiðinda. En veislan var heldur betur vegleg og vel var veitt, og þá aðallega af hvítvíni, en það var ein helsta ástæða þess að ég missti í fyrsta skipti af Eurovision;) R.Hólm tók þessa sætu mynd af okkur vinkonunum, kiss og knús elsku Garún og til hamingju með áfangann.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:42 |
Tímamót
Fékk bloggleiða dauðans. Vonandi er hann bara tímabundinn en tíminn leiðir það í ljós. Ég er pínu farin að stressast vegna íbúðamála í Köben, heimavistaumsóknin mín verður ekki virk fyrr en um miðjan júlí þrátt fyrir að ég hafi skráð mig inn fyrir löngu síðan, og íbúðaauglýsingar sem ég setti inn á Íslendingafélagið í Köben og á síðu Félags námsmanna erlendis hefur engan árangur borið. Einnig á ég eftir að leigja út mína íbúð, sækja um námslán, huga að húsaleigubótum úti og margt margt fleira og ég er hálf stressuð yfir þessu öllu saman. Afrekaði það reyndar að sækja um nýtt vegabréf þar sem mitt er löngu útrunnið og ég veit ekki einu sinni hvar það er, enda hef ég ekki stigið fæti af landinu síðan ég kom heim úr Þýskalandsdvöl minni 1998. Það myndi gera sjö ár. Ég hef ekki farið til útlanda í sjö ár! Mér finnst það ferlegt. Afleiðingarnar eru þröngsýni, þunglyndi og uppaháttur af verstu gerð. Ég hef glatað minni "slæmu" sýn á Ísland og Íslendinga sem ég fann svo vel fyrir þegar ég kom frá Þýskalandi. Það var talað um að maður gæti átt von á menningarsjokki við að flytja til nýs lands, en mitt menningarsjokk birtist ekki fyrr en ég kom aftur heim og upplifði mitt "venjulega" líf á algjörlega nýjan hátt. Maður verður blindur af að búa í sínu landi of lengi og hvet ég alla eindregið til að flytja til útlanda í smá tíma og upplifa nýja menningu og nýja siði, koma svo aftur að finna fyrir hversu mikið sú upplifun hefur breytt manni. Það versta er að ég man ekki lengur hvað sjokkeraði mig svona mikið við að koma aftur til landsins og það segir mér bara það að ég er orðin samtvinnuð því aftur og því ekki eins víðsýn og gagnrýnin eins og ég vil vera. Þess vegna er löngu kominn tími á það að ég fari aftur út fyrir landsteinana og reyni að finna mig á ný.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:26 |
þriðjudagur, maí 17, 2005
Ég er afi minn...
Ég komst svo sannarlega að því um helgina að aldurinn er farinn að segja til sín. Ég mætti galvösk í borgina um klukkan níu á föstudagskvöldið og þá var farið í kaffiheimsókn og kóserí og svo heim til Þóreyjar pæju að snurfusa sig fyrir næturlífið. Við fórum út rétt fyrir tvö, enn vel sprækar, og heimsóttum Vegamót. Það er nú meiri staðurinn. Ekki að mínu skapi. Eníveis, vorum bara þar í einn bjór og ætluðum á Hverfisbarinn en þar var alltof löng röð fyrir okkur sveitastelpurnar svo við skelltum okkur í Hressingarskálann og reyndum að hressa okkur svolítið við. Við vorum þar til um hálf fimm að mig minnir, einn öller drukkinn, sátum bara hinar rólegustu og horfðum á fólkið, ekki séns að við nenntum að hreyfa á okkur sætu botnana.
Á árshátíðinni á laugardaginn var sömu sögu að segja af okkur orkuboltunum, fórum heim klukkan hálf eitt. Á sunnudeginum var ferming litla frænda á Stokkseyri, kom aftur í bæinn um sex leytið og sofnaði yfir videoi. Þórey kom galvösk heim um hálf níu og spurði hvað mig langaði að gera. Uhhh...barasta ekki neitt! Svo við kúrðum bara og horfðum á sjónvarpið og ég var sofnuð fyrir miðnætti.
Ég er virkilega farin að halda að það sé eitthvað að mér, ekki alveg eðlilegt þetta vilja- og orkuleysi í manni. Er maður kannski bara vaxinn upp út tjúttinu, hormónarnir farnir að róast? Verða það framvegis bara prjónarnir og heklunálin yfir indælis bolla af grænu tei og snemma í bólið? Sé mig alveg í anda undir rósóttu, hekluðu teppi með hnút í hárinu og tvískipt gleraugu á nefinu, loðnir inniskór, jafnvel með litla kisulóru í kjöltunni, og að sjálfsögðu í ekta gömlum ruggustól fyrir framan arineld.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:27 |
föstudagur, maí 13, 2005
Menningarreisa
Þá er konan að leggja af stað suður, brottför klukkan fjögur, lending örugglega ekki fyrr en tíu; Ma og Amm með í för;) Heildress keypt í Hagkaup áðan, 14.000 krónur fyrir jakka, pils, skó, topp og tvo boli...maður verður að bjarga sér í blankheitunum! Fékk samt áfall þegar upphæðin var nefnd. Ég er alltaf jafn hissa á að hlutir kosti pening, og sérstaklega að upphæðin hækki alltaf eftir því sem maður kaupir meira. Sei sei, kannski kominn tími á fjármálanám? Eníveis, er ekki viss um að ég komist í blogg fyrr en heim er komið á mánudaginn, miss u all á meðan. Kiss kiss krúsur.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:37 |
miðvikudagur, maí 11, 2005
sjónvarpsgláp í kveld, ekki missa af því!
Ég fór í apótekið í gær og leysti út pilluna mína. Mér til mikillar ánægju sá ég að ég hafði fengið afslátt sem hljóðaði upp á 0.03% og reiknaðist sem einnar krónu afsláttur. Hvers vegna að gefa afslátt upp á núll komma núll þrjú prósent? Jííses.
Í kvöld er nóg að gerast í sjónvarpinu, lokaþáttur ANTM klukkan tíu (frestast vegna stupid fótboltaleiks, I think) og svo Svanhildur Hólm í Oprah klukkan korter í ellefu. Veit ekki alveg hvernig ég á að redda þessum árekstri nema með því að taka upp síðasta korter ANTM. Og jahá, fékk fjóra nýja þætti af Desperate Housewives (skrifast hér eftir DH) og horfði á einn í gær, er að hugsa um að gera vel við mig og fá mér máske Snikkers og horfa á annan þátt núna. Þó maður ætti eflaust að vera úti í sólinni. Mér bara finnst ekkert gaman að vera úti þó það sé sól og sé enga ástæðu til að pína mig til útivistar bara af því að blessaðri sólinni þóknaðist loks að láta sjá sig. Ég fæ alveg minn skammt af útivist og meira en það á sumrin, hún jafnar út alla inniveruna afganginn af árinu. Ég hef bara opið út á svalir og þykist vera úti. Það slekkur smá á samviskubitinu.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:12 |
mánudagur, maí 09, 2005
Anyone?
Ég fór í hörku innkaupaferð í Bónus í gær, keypti svo mikinn dósa- og krukkumat að þegar ég rogaðist með öll herlegheitin uppá þriðju hæð hefur eitthvað brostið í hægra læri mínu, að minnsta kosti er ég með gríðarlega strengi framan á því!
Núna er ég að sjóða sojabaunir, í bleyti á borðinu bíða svo nýrna- og kjúklingabaunir eftir að fá að bætast í pottinn eftir einn og hálfan tíma, svo ekki get ég fengið mér fegurðarblund eins og mig dauðlangar að gera núna. Kannski ég snúi mér bara að snúrunum á meðan ég bíð. Tók nefnilega svaka þvottadag í gær og fyllti þvottahúsið, svalirnar og stofuna...já það myndi benda til þess að ég hafi ekkert verið neitt voðalega dugleg að setja í vél síðustu daga...eða vikur;) En því er allavega lokið núna svo mér líður voða vel!
Svo er planið að mæta á árshátíð á Broadway næsta laugardag. Veit ekki hvort ég nenni að vera að tjútta eitthvað á föstudeginum líka, maður er svo asskoti blankur þessa dagana. Það stefnir allt í að við mætum bara tvær héðan að norðan, verslunarstjórinn ætlar ekki einu sinni, enda svo margir í fríi þessa helgi og það verður líklega brjálað að gera í búðinni. Já, við Magga beibí verðum sem sagt báðar fyrir sunnan í öðrum erindagjörðum og fannst tilvalið að mæta á árshátíð í leiðinni. Pikkum upp einhverja hönka á leiðinni sem borðherra og málum svo Broadway skærbleikt:o) Sem sagt, við óskum hér með eftir ljósabekkjabrúnum vöðvatröllum með aflitað hár og tennur. Jei jei...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:33 |
föstudagur, maí 06, 2005
Ég á mér líf...!
Það verður nóg að gerast um næstu helgi því þá er ferðinni heitið til höfuðborgarinnar. Þá verður fyrsta ferming móðurættarinnar frá því að ég fermdist endur fyrir löngu, en ég hef aldrei nokkurntíma farið í fermingarveislu hjá ættingjum. Skemmtileg tilviljun er að akkúrat sömu helgi, reyndar kvöldið fyrir ferminguna, verður árshátíð 10-11 á Broadway. Þá er bara spurning hvort maður treystir sér til að mæta, því eins og ef til vill margir vita þá á ég það til að verða alveg gríðarlega timbruð eftir skemmtanir, jafnvel þó óhóflegs áfengis sé ekki neytt. Einnig er hugsanlegt að maður reyni eitthvað að kíkja út á lífið á föstudagskvöldinu, enda sjaldan sem maður gerir sér bæjarferð, en þá er bara spurningin, hvert er skemmtilegast að fara að sprella á þessum síðustu og verstu tímum á föstudagskvöldi? Allar tillögur eru vel þegnar:o)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:36 |
Ég er svo aldeilis
"Tveggja ára drengur kveikti í húsi fjölskyldunnar." Ég er svolítið forvitin að vita hvar foreldrar þessa drengs voru meðan hann kveikti á eldavel í geymslu á efri hæð hússins og sat svo bara og beið eftir að eldurinn breiddist út. Jú reyndar stendur í blaðinu hvar faðirinn var, hann var nefnilega á sjó! Og var barnið bara eitt heima með fimm ára systur sinni? Það stendur ekkert um hvar mamman var og það var ekki birt mynd af henni. Getur einhver sagt mér hvar mamman var? Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki bara mál fyrir barnaverndarnefnd frekar en efni í forsíðufrétt á DV. En DV er nú þekkt fyrir að vera sorprit svo það er kannski engin furða.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:18 |
miðvikudagur, maí 04, 2005
Kósíkvöld í vændum
Búin að kaupa rauðvín, hvítvín og öl. Í kvöld skal setið að sumbli hjá fjögurra barna móðurinni þar sem hún er hætt með litlu strumpana á brjósti. Tímasetningin gæti ekki hentað betur, bæði miðvikudagur og frí á morgun. Miðvikudagar henta svo vel fyrir svona samkundu þar sem ANTM er á skjánum, en þá er einmitt alltaf tilefni til að gleðjast og gera sér glaðan dag;) Hvítt fyrir hana og rautt fyrir mig og bjórinn til skiptanna ef við verðum ekki sofnaðar eftir flöskuna, en það er einmitt alls ekkert ólíklegt, maður er orðinn soddann aumingi í þessu vínsötri... þrátt fyrir stífar æfingar;) Þá segjum við það í bili og sjáumst fersk!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:54 |
mánudagur, maí 02, 2005
Litlar sögur úr samtímanum
Þetta var strembinn dagur. Ég er úrvinda. Skutlaðist til fjögurra barna móðurinnar um tvö leytið í dag til að passa meðan hún fór í búð. Ég kom ekki heim fyrren klukkan níu og þvílíkt sem svona kríli draga úr manni orkuna. Lítil vinkona fékk að koma og passa stelpurnar, það er víst voða vinsælt þessa dagana. Hún spurði mig hvort ég héti Ragnheiður. Já sagði ég. Ohhh...leiðinlegasti kennarinn í skólanum mínum heitir Ragnheiður. Þar hafið þið það. Ég fékk einnig að heyra það að ég kynni ekki að rífa niður ost. Börn geta verið grimm.
Ég afgreiddi konu í dag og fékk störu. Hún var svo skeggjuð kellingin á hökunni að ég bara gat ekki hætt að horfa. Hún var með pening í poka sem hún taldi krónur upp úr á meðan ég horfði á skeggið. Hún var bæði með hvít og svört hár, svona sitt á hvað svolítið. Ég rétti henni afganginn, þakkaði fyrir viðskiptin og horfði á skeggjuðu hökuna á henni hreyfast upp og niður.
Að lokum er það svo sagan af rjúpnaskyttunni sem rann á svelli og skaut sig í bakið. Hefði hann ekki lifað skotið af hefði félagi hans líklega ekki sloppið við morðákæru.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:25 |