Þetta var strembinn dagur. Ég er úrvinda. Skutlaðist til fjögurra barna móðurinnar um tvö leytið í dag til að passa meðan hún fór í búð. Ég kom ekki heim fyrren klukkan níu og þvílíkt sem svona kríli draga úr manni orkuna. Lítil vinkona fékk að koma og passa stelpurnar, það er víst voða vinsælt þessa dagana. Hún spurði mig hvort ég héti Ragnheiður. Já sagði ég. Ohhh...leiðinlegasti kennarinn í skólanum mínum heitir Ragnheiður. Þar hafið þið það. Ég fékk einnig að heyra það að ég kynni ekki að rífa niður ost. Börn geta verið grimm.
Ég afgreiddi konu í dag og fékk störu. Hún var svo skeggjuð kellingin á hökunni að ég bara gat ekki hætt að horfa. Hún var með pening í poka sem hún taldi krónur upp úr á meðan ég horfði á skeggið. Hún var bæði með hvít og svört hár, svona sitt á hvað svolítið. Ég rétti henni afganginn, þakkaði fyrir viðskiptin og horfði á skeggjuðu hökuna á henni hreyfast upp og niður.
Að lokum er það svo sagan af rjúpnaskyttunni sem rann á svelli og skaut sig í bakið. Hefði hann ekki lifað skotið af hefði félagi hans líklega ekki sloppið við morðákæru.
mánudagur, maí 02, 2005
Litlar sögur úr samtímanum
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:25
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|