Ég fór í apótekið í gær og leysti út pilluna mína. Mér til mikillar ánægju sá ég að ég hafði fengið afslátt sem hljóðaði upp á 0.03% og reiknaðist sem einnar krónu afsláttur. Hvers vegna að gefa afslátt upp á núll komma núll þrjú prósent? Jííses.
Í kvöld er nóg að gerast í sjónvarpinu, lokaþáttur ANTM klukkan tíu (frestast vegna stupid fótboltaleiks, I think) og svo Svanhildur Hólm í Oprah klukkan korter í ellefu. Veit ekki alveg hvernig ég á að redda þessum árekstri nema með því að taka upp síðasta korter ANTM. Og jahá, fékk fjóra nýja þætti af Desperate Housewives (skrifast hér eftir DH) og horfði á einn í gær, er að hugsa um að gera vel við mig og fá mér máske Snikkers og horfa á annan þátt núna. Þó maður ætti eflaust að vera úti í sólinni. Mér bara finnst ekkert gaman að vera úti þó það sé sól og sé enga ástæðu til að pína mig til útivistar bara af því að blessaðri sólinni þóknaðist loks að láta sjá sig. Ég fæ alveg minn skammt af útivist og meira en það á sumrin, hún jafnar út alla inniveruna afganginn af árinu. Ég hef bara opið út á svalir og þykist vera úti. Það slekkur smá á samviskubitinu.
miðvikudagur, maí 11, 2005
sjónvarpsgláp í kveld, ekki missa af því!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|