föstudagur, maí 06, 2005

Ég er svo aldeilis


"Tveggja ára drengur kveikti í húsi fjölskyldunnar." Ég er svolítið forvitin að vita hvar foreldrar þessa drengs voru meðan hann kveikti á eldavel í geymslu á efri hæð hússins og sat svo bara og beið eftir að eldurinn breiddist út. Jú reyndar stendur í blaðinu hvar faðirinn var, hann var nefnilega á sjó! Og var barnið bara eitt heima með fimm ára systur sinni? Það stendur ekkert um hvar mamman var og það var ekki birt mynd af henni. Getur einhver sagt mér hvar mamman var? Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki bara mál fyrir barnaverndarnefnd frekar en efni í forsíðufrétt á DV. En DV er nú þekkt fyrir að vera sorprit svo það er kannski engin furða.