Netið er ekki búið að virka hjá mér síðan á laugardaginn og það hefur angrað mig verulega. En ég fékk góðan snilla til að redda þessu fyrir mig og er ég nú komin í samband við umheiminn á ný. Jeij!
Hápunktur helgarinnar var tíu ára Gagga reunionið sem byrjaði með pompi og prakt á föstudagskvöldinu á Græna hattinum. Við Hugrúm vorum reyndar æði þreyttar og enduðum kvöldið snemma með stórri pizzu, bernes og hvítlauksolíu, sé ekki eftir því, því að laugardagurinn tók mikið á og þurfti ég á allri minni orku að halda, enda glösum stíft lyft og raddbönd þanin til hins ítrasta. Ég er að vinna í að koma myndunum 215 sem teknar voru, inn á netið, tekur sko aldeilis sinn tíma, en hérna fyrir neðan eru smá forsmekkur af því sem koma skal, nú er bara um að gera að missa sig ekki í æsingi og bíða róleg eftir framhaldinu, ég smelli inn link um leið og þetta klárast hjá mér.
þriðjudagur, maí 31, 2005
Tíu ára Gagga reunion 2005 ... ekki til eftirbreytni!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:44
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|