Það verður nóg að gerast um næstu helgi því þá er ferðinni heitið til höfuðborgarinnar. Þá verður fyrsta ferming móðurættarinnar frá því að ég fermdist endur fyrir löngu, en ég hef aldrei nokkurntíma farið í fermingarveislu hjá ættingjum. Skemmtileg tilviljun er að akkúrat sömu helgi, reyndar kvöldið fyrir ferminguna, verður árshátíð 10-11 á Broadway. Þá er bara spurning hvort maður treystir sér til að mæta, því eins og ef til vill margir vita þá á ég það til að verða alveg gríðarlega timbruð eftir skemmtanir, jafnvel þó óhóflegs áfengis sé ekki neytt. Einnig er hugsanlegt að maður reyni eitthvað að kíkja út á lífið á föstudagskvöldinu, enda sjaldan sem maður gerir sér bæjarferð, en þá er bara spurningin, hvert er skemmtilegast að fara að sprella á þessum síðustu og verstu tímum á föstudagskvöldi? Allar tillögur eru vel þegnar:o)
föstudagur, maí 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|