föstudagur, maí 19, 2006

Eintóm gleði...!

Í kvöld flyt ég loksins. Það er búið að vera á dagskrá alla vikuna, en alltaf hefur eitthvað komið í veg fyrir það. Kannski er bara svona gott að vera hjá S og P;) Dótið mitt er því búið að standa eitt í nýju íbúðinni, fötin enn ofaní töskum og alles. Það verður kannski ráðin bót á því í kveld. Og verslað á morgun, mat og tilheyrandi, jafnvel eitthvað fínt að vera í í fermingunni hans Gumms Litlabró.

Eurovision fór eins og búist hafði verið við. Sorglegt kvöld, án efa. Ég held að Ísland muni ekki eiga möguleika á að keppa í Eurovision á meðan þessi undankeppni er haldin. Hefur eitthvað með tölfræði að gera býst ég við. Er ekki viss um að ég þoli svona vonbrigði þriðja árið í röð, svo það er spurning um að spara þjóðinni Europeninginn næsta ár og gefa frekar öllum nemum á landinu skólastyrk? Er orðin soldið pirruð að fá engan styrk eins og allir hér í DK.

Já, tilgangur þessarar færslu; Ég er ekki viss um að ég sé með internet tengingu svona right away í nýju íbúðinni, bara láta vita svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af mér!

Þá bið ég að heilsa í bili...sorgarkveðjur frá Köben.