sunnudagur, maí 14, 2006

Jesssss!

Þar sem ég hef ekki komist á vigt í marga herrans mánuði þá nota ég tækifærið meðan ég er hér hjá S og P og vigta mig eins og galin. Ekki það að mér finnist svona voða gaman að sjá allar tölurnar sem birtast á skjánum, meira bara af gömlum vana. Í gærmorgun gerði ég svo þá undarlegu uppgötvun að ég hafði misst eitt kíló síðan daginn áður. Mér fannst það nú ekki getað staðist svo ég færði vigtina um baðherbergið og prófaði hana á fimm mismunandi stöðum, en það hafði ekkert að segja, ég hafði misst eitt kíló yfir nótt!
Núna hef ég því ekki hugsað mér að nota vigtina aftur, vil ekki eyðileggja þessa gríðarlegu ánægju sem dópaði mig svo mikið upp í gær að ég tók klukkutíma kraftgöngu í skóginum í gær plús magaæfingar á eftir. Ætla að leyfa mér að lifa í þeirri blekkingu að ég sé ekki búin að bæta þessu á mig aftur í dag;)