föstudagur, maí 05, 2006

I can see clearly now the rain is gone...

Þá eru það nýjustu fréttir af konunni í Köben!
Ég pakkaði og pakkaði og pakkaði (sjúkt hvað ég á mikð af drasli) og fékk ansi góða hjálp við þrif, og flutti svo mig og mitt hafurtask til Lyngby til Stínu og Palla eðalhjóna, því ég þurfti að skila af mér íbúðinni fyrsta maí og fæ ekki næstu íbúð fyrr en þann fimmtánda. Ég gerði reyndar skemmtilega uppgötvun þann þrítugasta apríl þegar ég hringdi í vinkonu leigjanda míns, því ég hafði hvorki heyrt frá einum né neinum, og hún tilkynnir mér það að stelpan sem ég leigi af komi barasta ekkert heim fyrr en þann sautjánda maí! Ja sei sei, þá var búið að flytja allt dótið mitt til Lyngby og ég stóð með blómið mitt í fanginu, búin að þrífa, og þurfti bara að skila lyklunum. En ég get ekki sagt annað en að þetta er allt saman hið ágætasta mál; ég lifi í vellystingum hér, gómsætur matur á hverju kvöldi, nesti í skólann, internet tenging og meira að segja sturtuklefi..það kalla ég sko lúxus! Núna tekur það mig reyndar 45 mínútur að komast í skólann, í staðinn fyrir 10, en maður lætur sig nú hafa það. Nýja íbúðin mín, sem ég fæ reyndar bara í þrjá mánuði, er uppi á fimmtu hæð, lyftu- og reyklaus, með sturtuklefa í eldhúsinu og klósett inni í skáp. Stelpan sem býr við hliðina á mér og leigir mér íbúðina þarf að láta sér nægja að fara í sturtu í skúr úti í garði; hún er bara með klósett inni í skáp. Það er þó bót í máli að ég fæ internet tengingu með íbúðinni.

Það er komið sumar í Köben og loksins líta gallajakkinn og sólgleraugun ekki lengur fáránlega út. Ja kannski gallajakkinn því það er nætum of heitt fyrir hann;) Núna geng ég því bara um í sandölum og eeermalausum booooool!! Það jafnast ekkert á við það...lalala:) Ég er orðin gjörsamlega fanatísk á sólina og nota því dagkrem með sólarvörn 15, sólkrem með vörn 50 og meik með vörn 15...er það þá ekki vörn 80? ;) Þrátt fyrir þetta ofstæki er ég búin að taka oggulítinn lit á síðustu dögum og hugsa mer gott til glóðarinnar næstu daga; hef hugsað mér að liggja allan morgundaginn í sólbaði, því enn einn kosturinn við Lyngby er jú æðislegi garðurinn bakvið húsið!

Skólinn tekur brátt enda, örfáir skóladagar eftir af náminu, annars einkennist það aðallega af helgum og öðrum frídögum þessa dagana og næstu. Spurning hvort maður taki bara starfsnámið í Tælandi hmmm?

Annars skrepp ég heim þann 24. maí til 28., Gumms litlibró, sem er orðinn gígantískt stór, er að fara að fermast, og ætla ég að verða vitni að þeim atburði. Bara synd að fara úr sólbaðsveðrinu:) Ma er búin að ýja að því að við systkinin verðum send í myndatöku, svo nú er exxxxtreeem skyndimegrun á planinu; maður er orðin eins og versta gylta, að öllu gríni slepptu! Það er bara nokkuð erfitt, því þrátt fyrir kíló af grænmeti á dag, þá er núna bara ekta veður fyrir mikla bjórdrykkju og huggulegheit, og nýjasta nýtt er jú að bjór er ekki megrandi. Vissuð þið þetta? Ja aldrei hefði ég getað ímyndað mér það...

Jæja þetta er orðið ágætt í bili, bið að heilsa úr sólríku Kaupmannahöfn. Vonandi hafið þið það jafn gott og ég..örugglega ekki jafn mikil sól samt;) Tata!