Eurovision fjörið heldur áfram með nokkrum af mínum uppáhalds lögum. Þau er nú svo mörg að það er ekki pláss fyrir þau öll hér, en ég tek nokkur vel valin fyrir!
Besta Eurovisionlag allra tíma er að sjálfsögðu "Shir habatlanim" með Datner og Kushnir undir stjórn Kobi Oshrat! Ef það er eitthvað lag úr sögu keppninnar sem hefur brennt sig í huga líklega flestra, sem sáu keppnina 1987, þá er það þetta!
Ég óska hér með eftir partner til að æfa dansinn með! Myndbandið er æði..hljóðið samt svoítið á undan.
Annað lag í miklu uppáhaldi er frá 2003, ég hlustaði á það aftur og aftur, þangað til ég meira að segja lærði textann. Alf Poier með söngfuglinn mömmu sína í bakröddum með lagið "Weil der Mensch zählt"
Maður getur ekki annað en farið í gott skap af því að horfa á þetta :o)
Hinn gríski Sakis Rouvas kom sá og sigraði..næstum...í keppninni 2004. Á mínu heimili vakti hann töluvert mikla lukku það kvöldið og var spilaður út í eitt, ásamt Ruslönu, alla nóttina...vona enn að gamli maðurinn á neðri hæðinni hafi verið heyrnalaus því það var sheikað ansi mikið á stofugólfinu;) Meira svona í Eurovision!
Þessum stúlkukindum er gjörsamlega ofaukið í myndbandinu, vonlausir dansarar...þið reynið bara að leiða þær hjá ykkur;) Ég óska hér með eftir Sakis Rouvas til að æfa dansinn með!
Ef þið viljið "sjá meira" af Sakis er hér sumarlegt myndband af sama lagi! Rrrrr......
Það var mikið dansað við danska lagið frá 2001, "Never let you go", á Sveitta Kaffi á sínum tíma. Rollo & King að brillera.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Uppáhöld!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:28
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|