föstudagur, maí 12, 2006

Nuxe - Multi Usage Dry Oil - Golden Shimmer

Mæli eindregið með þessari olíu. Gefur ótrúlega fallegan gljáa og er auk þess nærandi, uppbyggjandi og verndar húðina. Þetta er "þurrolía" og smýgur fljótt inn í húðina án þess að skija eftir þessa týpísku fitubrák sem venjulegar olíur gera. Blanda af allskyns plöntuolíum t.d. (uppá enskuna því ég er vonlaus í að þýða svona nöfn); olive fruit oil, sweet almond oil, camellia oleifera seed oil, borage seed oil og sunflower seed oil auk rosemary leaf extract og E-vítamíns.


Ótrúlega flott á kroppnum eftir sólbað og líka hægt að nota í hárið. Glansinn helst líka allan daginn, annað en maður er vanur með mörg önnur krem með glimmeri í. Svo maður fær bæði æðislegan lit og næringu fyrir húðina. Gæti ekki verið betra! Reyndar er þetta dýr olía, en alveg þess virði:)