Hinn árlegi umhverfisdagur Vegagerðarinnar var haldinn með glæsibrag í gær. Klukkan níu var haldið í rútu til Illugastaða í kaffi, fyrirlestur og hádegismat. Að vanda svaf ég fyrri hluta fyrirlestrarins af mér, þetta er farið að verða vandræðalegt, en hélt mér vel vakandi seinni hlutann. Eftir hádegið var svo brunað í Þórðarstaðaskóg í sumarbústað Vegagerðarinnar og þar var þrifið, grisjað, slegið, neglt og málað í yndislegu veðri. Ekki versnaði veðrið þegar grillið og ótæmandi bjórbirgðir voru dregnar fram við mikinn fögnuð viðstaddra! Þetta eru einhverjar þær mestu fyllerísferðir sem ég heft haft kynni af, og alltaf jafn frábærlega gaman, sérstaklega á leiðinni heim í rútunni. Það er meira að segja búið að útbúa sérstakt plan í Víkurskarðinu, og held ég að það hafi einungis verið útbúið með Umhverfisferð Vegagerðarinnar í huga, því þar er ávallt pissustopp;) Að venju áttu sér stað einhverjir skandalar sem eru ekki prenthæfir, alltaf fyndið að mæta í vinnuna eftir svona ferðir. Það var setið að sumbli í eldhúsi Vg í þónokkurn tíma er heim var komið, þar til fólk var farið að slappast, og við Pa hringdum í Ma til að sækja okkur drykkjurútana. Hún var ákaflega glöð að sjá okkur feðginin í þessu standi og glotti útí annað. Vinnan í dag var því þónokkuð erfið, allavega svona fyrripartinn, ég skánaði nú mikið uppúr hádegi eftir að ég fékk mér gott í gogginn, og er ég keyrði Land Roverinn heim úr Svarfaðardal rétt uppúr hálf sex var ég orðin syngjandi kát og hress og tilbúin í ferð á galeiðuna enn á ný;)
föstudagur, júní 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|