mánudagur, júní 06, 2005

Skál í boðinu!

Það má segja að Gallupdjammið hafi verið fremur svæsið og sóðalegt. Miðað við það magn af rótsterkri Viddíarbollu og Opalskotum sem drukkið var er undarlegt að einhver okkar skuli muna eftir kvöldinu, en svo virðist samt vera, því miður ef til vill;) En þetta var snilldar skemmtun, verst að maður skuli vera hættur þarna og missa af komandi stuði, en kannski manni verði boðið með næst svona í ljósi þess hvað maður er mikill stuð- og drykkjubolti, get ekki ímyndað mér Gallupdjamm án mín;)

Það er annars alveg magnað hvað maður getur stundum bara fengið gjörsamlega nóg af ákveðnu málefni og gefið ókunnugum mönnum vænt afturendaspark á skemmtistöðum, en slíkt gerist, og ef til vill löngu kominn tími til, óskiljanlegt hvað ég hef haldið ró minni helgi eftir helgi eftir helgi.

En timburmennirnir sem ég fékk í gær gætu hugsanlega verið sögulegir, ég hvorki gat talað né staðið, þvílíkur var sviminn sem herjaði á mig, og gat ég ekki sótt bílinn minn fyrr en uppúr tíu í gærkvöldi. En ég er öll að koma til:)