fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Heilræði ömmu


Æviskeið mitt ungi vinur
ætla má að styttist senn.
Harla fátt af fornum dómum
fullu gildi heldur enn.
Endurmeti sínar sakir
sá er dæmir aðra menn.

Gleðstu yfir góðum degi,
gleymdu því sem miður fer.
Sýndu þrek og þolinmæði
þegar nokkuð útaf ber.
Hafi slys að höndum borið
hefði getað farið ver.

Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns,
aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestu kostum hans.
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini í dánarkrans.

Heiðrekur Guðmundsson

Þá veit ég hvaðan Pollýönnu hugsunarháttur minn kemur;)