miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Fugladansinn

Fyrir nokkrum vikum síðan kom Nicola samstarfskona mín til mín með miklum æsingi og sagði að ég hreinlega ÞYRFTI að sjá myndband sem hún var að horfa á á netinu. Það væri fugl að dansa og hann væri aaaaalveg eins og ÉG!! "Núnú" segi ég, "er ég nú orðin alveg eins og fugl?" "Já þetta er páfagaukur" segir hún... eins og það sé eitthvað skárra. "Og hvers vegna er ég alveg eins og páfagaukur?" spyr ég. "Jú hann lyftir fótunum svona þegar hann dansar" segir hún og leikur fuglinn. "Ahaaaaa" segi ég, ekki laust við að vera smá móðguð. "It just reminded me of you, he has you energy. Your are always so glad and smiling, joking and full of energy" sagði hún.. "Nú jaaaaá...ætli ég sætti mig þá ekki við samlíkinguna" sagði ég þá að deyja úr stolti yfir að vera svona æðisleg.

Ég sá þetta myndband aldrei...ekki fyrr en í kvöld er Kristján Pétur sendi mér link. Og segið mér nú, minnir þetta virkilega á mig?