Ég og Anna Mjöll á Dubliners í sumar, nýkomnar úr róðrarferð í Christianshavn sem var nú heldur betur sökksess. Brúnar og sætar.
Ég fór í stutt sumarfrí með ma, pa og Gumms á Lolland, Falster og Møn. Við heimsóttum Knuthenborg safari park, þar missti ég mig í að hlaupa á eftir geitum og ösnum og þetta dýr missti sig í að hlaupa á eftir mér. Ég náði þó að gefa því að borða fyrst.
Snemmsumars var Ísland sótt heim og fór ég ásamt Hugrúnu í smá túristaferð um Húsavík og nágrenni. Hestaferðin hræddi nánast úr mér líftóruna, en ég hló allan tímann og vældi úr hlátri þegar hesturinn fór á stökk. Alveg eins og Fagriblakkur!
föstudagur, nóvember 16, 2007
Smá myndasería
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:58
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|