"Karlmaður á fimmtugsaldri skaut í dag öryggisvörð á skattstofu í Kaupmannahöfn til bana. Lögregla handtók manninn skömmu síðar og er hann sagður hafa játað á sig verknaðinn. Ekki er ljóst hvað honum gekk til.
Maðurinn gekk inn á skattstofu við Tagensvej í norðvesturhluta Kaupmannahafnar í morgun, og krafðist þess að fá íbúð. Þegar starfsfólk sagðist ekki geta aðstoðað manninn dró hann upp byssu. Öryggisvörðurinn reyndi að fá manninn til að leggja frá sér byssuna en var þá skotinn í höfuðið.
Starfsfólk skattstofunnar, sem varð vitni að atburðinum, var flutt á sjúkrahús þar sem það fékk áfallahjálp."
Þetta er voðaleg frétt og sorglegur atburður. En það er eitthvað gruggugt við þetta. Af hverju ætti maðurinn að krefjast þess að fá íbúð hjá Skattinum? Aldrei hef ég heyrt minnst á það að Skattstofa sjái um íbúðamál í Danmörku. Ég lagði ekki saman tvo og tvo fyrr en mér var bent á tenginguna. Það hlýtur að hafa verið íbúð Helle sem maðurinn var á höttunum eftir, ósáttur við að vera ekki indæl og róleg stúlka.
mánudagur, nóvember 26, 2007
Helle strikes back
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|