sunnudagur, október 31, 2004

Kommentós

Hvernig stendur á því að komment á alla gömlu póstana mína eru gufuð upp, endast þau bara í visst langan tíma? Kann einhver skýringu á þessu? Ég er svekkt!
Var að lesa vegagerðarblogg síðan í sumar, mikið hef ég skemmt mér vel.. og tek mig enn jafn vel út á beltagröfunni;)

Allt bleikt hérna...

Tók mig til áðan í kaffivímu og smellti í eitt dress... er ég ekki dugleg?

Sveiattann!

Er búin að vera bara lasin um helgina, ekki mikið aksjón í konunni. Mætti reyndar í vinnuna í gær en vorkenni fólkinu sem ég talaði við, missti röddina reglulega í einhverri hálf köfnun og saug villt og galið upp í nefið. Vildi ekki sýna þann aumingjaskap að tilkynna mig veika auk þess sem það er sjaldnast tekið trúanlega af atvinnurekundum á laugardagsmorgnum. Samt alveg fáránlegt að mæta útúr kvefaður þegar maður vinnur við að tala í síma! Lá svo bara uppi í sófa frá 3 í gær, undir sæng með tebolla og lét manninn vorkenna mér..eða reyndi að minnsta kosti, hann sýndi ekki mikla meðaumkun;) Datt ekki í hug fyrr en um 11 í gærkvöldi að taka inn verkjatöflu og það lá við að ég yrði frísk á augabragði. Þetta virðist fylgja mér þegar ég er lasin, gleymi alltaf að búið er að finna upp allskyns lyf til að hjálpa manni. Sem betur fer var ég mun hressari í dag, hafði það samt mega kósí, horfði á Shark Tale og Ken Park sem er heldur betur sérstök mynd frá þeim sem gerðu KIDS á sínum tíma. KIDS var frekar "truflandi" mynd og ekki skánar það við Ken Park. Mæli eindregið mað að þið kíkið á hana, ekki oft sem ég hrylli mig yfir myndum en þessi er, ja, spes;)
Já, og svo saumaði ég þetta dress áðan sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Það er nú það eina sem ég hef afrekað um helgina, fyrir utan að skreiðast út í búð áðan og að drekka soldinn slatta af kaffi..ætti kannski að gera það oftar ef það þýðir að ég dreg fram saumavélina í kjölfarið!

föstudagur, október 29, 2004

Híhí..



Föstu lokið!!

og ég fékk mér salatbar klukkan 10 í morgun. Fastaði því alls í 58 tíma; þrjár nætur og tvo daga, en ekki losnaði nema eitt kíló af kroppnum. Verð nú eiginlega að fá viðmiðun frá einhverjum sem hefur prófað Hollywood kúrinn, ja eða prófa hann sjálf, til að vita hvort fleiri kíló fjúki þar. Ætli það sé ekki bara mismunandi eftir einstaklingum. Svo ég segi sem fyrr, eina ráðið til að léttast er að stunda reglulega hreyfingu og borða hollt. Ég kenni nú ekki föstunni um, en ég er að drepast úr kvefi og slappleika, var gjörsamlega ónýt í nótt, svaf í buxum og peysu með stíflað nef og brjálaðan þrýsting í eyrunum. Vaknaði með snert af kvefi þarna á miðvikudeginum, fyrsta í föstu, svo veiran hefur verið búin að taka sér bólfestu í líkamanum áður en pyntingin hófst. En ekki var nú skárra að fasta með kvef, eða það get ég ekki ímyndað mér!

fimmtudagur, október 28, 2004

Tíminn silast áfram

af því nú er mig farið að langa að borða. Kallinn farinn út í búð að kaupa sér eitthvað gott í gogginn og ég bara get ekki beðið eftir að fara að sofa til að geta vaknað á morgun og borðað! Löngunin svona kemur og fer en að sjálfsögðu stenst ég freistinguna þegar hún krælir á sér. Já, er að finna svolítinn mun á einu núna og það er húðin í andlitinu. Var komin með soldlar bólur og einhvern skít í fésið, en undur og stórmerki hafa gerst á einungis nokkrum klukkutímum, því eftir að ég kom úr sturtu klukkan hálf fjögur í dag er húðin að ég held að breytast í silki; bólurnar að hverfa og ég get ekki hætt að strjúka á mér kinnarnar. Það er því mjög greinilegt að maður er það sem maður borðar, þ.e.a.s. sá skítur sem maður lætur ofan í sig birtist á húð og hári...spurning um að fasta bara einn dag enn, ha?

Vil minna á

óskalistann minn hér að neðan. Þeir sem eru gjafmildir mega endilega líta á hann.

Dagur tvö í föstu

Þetta gengur nú bara ljómandi vel og mig langar ekkert í mat. Er orðin einu kílói léttari en í gærmorgun en það þyngdartap felst nú líklega í vökvatapi og tómum þörmum:) Hef ekki fengið neinn niðurgang eða óþægindi, allt í blóma í mallanum og ég held að þetta sé bara ágæt hreinsun á líkamanum. Ég drakk tvo lítra af djús í gær og auk þess allavega einn líter af öðrum vökva þ.e.a.s. jurta- og grænt te og vatn. Allavega lítur allt út fyrir að ég þrauki daginn í dag líka og ég hlakka bara ekkert til að þurfa að borða á föstudaginn!

Fyrri dagur í föstu

er að kveldi kominn og ég er með dúndrandi hausverk. Hef ekki fundið mikið fyrir hungri svo sem en er hálf orkulaus og slöpp. Veit ekki hvort ég lifi af annan dag án matar, en ætla svo sannarlega að reyna! Ef það tekst má segja að ég muni eiga þrjá "föstudaga" í röð...múhahaha, ég er svo fyndin;)

miðvikudagur, október 27, 2004

Klukkan er þrjú

og nú verða sagðar fréttir. Ég er svöng og slöpp og langar í feitan, djúsí börger. Annars fékk ég út úr líffæra- og lífeðlisfræðiprófinu sem ég tók í síðustu viku og fékk 10! Það hjálpar ekki mikið við löngunina í mat, en kannski pínu;)

Rynkeby kúrinn!

Mission Multi Juice er komið í gang.
Ég ákvað að gera tilraun til að sýna andúð mína á Hollywood kúrnum víðfræga, og drekka einungis Rynkeby Multifrugtjuice í tvo sólarhringa. Í honum eru hvorki meira né minna en 16 forskellige frugter (mismunandi ávextir) sem ég kann ekki einu sinni nöfnin á og hlýtur því að vera meinhollur! Hvernig er þetta samt með þennan Bollívúdd kúr, nú kostar líterinn af þessum undrasafa um 3000 krónur ef ég man rétt, á maður samt ekki að drekka meira en líter á dag? Ég meina, líður ekki bara yfir mann ef maður fær ekki meira en það?
Jæja, nýjustu upplýsingar um líðan mína koma hérna inn á síðuna um leið og ég finn einhvern mun, nú er bara að fylgjast spennt með!

þriðjudagur, október 26, 2004

Snilldar þraut!

Einstein skrifaði eftirfarandi gátu á síðustu öld.
Hann sagði að 98%
jarðarbúa gætu ekki leyst hana!

1. Það eru 5 hús í mismunandi litum.
2. Í hverju húsi búa menn af mismunandi þjóðerni.
3. Eigendurnir fimm drekka mismunandi drykk hver, reykja sína tegund af tóbaki og eiga hver sína tegund af gæludýri.
4. Enginn á sömu tegund gæludýrs, enginn reykir sömu tóbakstegund eða drekkur sömu drykkjartegund.


Góða skemmtun, þ.e.a.s. þið 2%



A. Bretinn býr í rauðu húsi.
B. Svíinn á hund.
C. Daninn drekkur te.
D. Græna húsið er til vinstri við hvíta húsið.
E. Eigandi græna hússins drekkur kaffi.
F. Sá sem reykir Pall Mall vindlinga á páfagauk.
G. Eigandi gula hússins reykir Dunhill.
H. Maðurinn í miðhúsinu drekkur mjólk.
I. Norðmaðurinn bý í fyrsta húsinu.
J. Sá sem reykir blandað tóbak býr við hlið þess sem á kött.
K. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
L. Sá sem reykir Blue Master drekkur bjór.
M. Þjóðverjinn reykir Prins.
N. Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
O. Sá sem reykir blandað tóbak býr við hlið þess sem drekkur vatn.


Spurningin er hver á FISKINN?

Birna bollurass

er komin vel af stað með glæsiblogg mikið, slatti af áhugaverðum kenningum um konur og karla og þvíumlíkt. Endilega að kíkja á það! Einnig á Birna afmæli á morgun, 27. október, til hamingju með það!

Ég blogga í úlpu í dag

Það er svo skítkalt úti að blóðið rennur varla í mér. Skóf bílinn þegar ég fór í skólann klukkan átta og svo aftur þegar ég var búin um hálf tíu. Hvers vegna er maður að standa í að búa í þessu landi? Mæli með að Akureyri verði flutt sunnar á bóginn, kannksi til Ítalíu, helst í nágrenni Flórens. Ef ég hefði haldið mig á listnámsbrautinni væri ég einmitt á leið til Ítalíu um miðjan nóvember að taka þátt í einhverju samevrópsku verkefni, er svolítið svekkt að hafa ekki fengið að vera með bara af því ég skipti um braut, veit að krakkar frá hinum löndunum eru ekkert öll á listnámsbrautum. Svekkelsi og pirra! Ég verð bara að fara sjálf einhverntíma seinna.

Fór með Dröfn minni í sónar í gær, það var alveg yndislegt að sjá þessi tvö litlu kríli svamla um þarna í myrkrinu, bæði stór og sterk, enda er engin smá kúla sem er komin á konuna og ennþá næstum þrír mánuðir eftir af fullri meðgöngu. Hef enga trú á að hún gangi svo lengi með, ég meina, hún myndi þá einfaldlega springa!

Ætli maður skríði annars ekki bara örlitla stund undir feld og reyni að þíða klakann af nefinu. Svo er nóg fyrir stafni, verkefni, verkefni og verkefni, og svo lánaði Gumms litlibró mér dönskudisk til að rifja upp málfræðina því ekki veitir af - fór yfir dönskuverkefni sem Hugrún gerði og hafði barasta ekki hugmynd um hvað var vitlaust og hvað rétt...svona er maður búinn að sóa kunnáttunni!

sunnudagur, október 24, 2004

Þvílíkt úrval

af skóm á þessari síðu, jammí mig langar til útlanda!!!

föstudagur, október 22, 2004

óskalistinn hennar

Ég hef verið beðin um að leggja fram óskalista um afmælisgjafir. Eins og svo margir aðrir er ég alltaf tóm í hausnum þegar ég er spurð að því, en aldrei þessu vant tókst mér að skrapa saman í smellinn lista. Svo er bara að impróvisera og koma fram með snjallar lausnir;) Já, svo bæti ég auðvitað inn á hann fleiru ef mér dettur eitthvað í hug!

-eitthvað á stóru, æpandi tómu veggina mína.
-nudd eða annað gott trít.
-blómavasa ef ég skyldi einhverntíma fá blóm.
-samlokugrill.
-húfu, jafnvel röndótta.
-eitthvað bleikt.
-snyrtivörur.
-eyrnalokka.
-utanlandsferð, helst til Brasilíu eða Ítalíu.
-bók.
-undirföt.
-afmæliskort og koss og knús.
-ný flugmannasólgleraugu, hin eru öll rispuð.
-kósí bómullarnáttföt, t.d. úr Hagkaup...love em!
-íþróttabuxur.
-Svört stígvél með pinnahælum og allskonar smellum og dóti..dead sexy! Eða svona!
-salt og pipar stauka (kvarnir).
-hraðsuðuketil.
-Angelinu Jolie.

fimmtudagur, október 21, 2004

gaman gaman!

Já, þetta var nú aldeilis skemmtilegt blogg hérna fyrir neðan. Þurfti bara að koma þessu frá mér því þetta skýtur reglulega upp kollinum og ég verð alltaf jafn sár.
Annars var ég að koma úr líffæra og lífeðlisfræði prófi, hef sjaldan verið jafn stressuð fyrir próf get ég sagt, titraði og skalf og var ískalt á höndunum og með í maganum áður en prófið byrjaði, en var orðin ok þegar ég fékk prófið í hendurnar. Gekk alveg skítsæmó sko, hlakka til að fá út úr því.
Þá eru ekki fleiri próf á næstunni, get farið að taka það rólega aftur og er að hugsa um að sauma mér einhvern topp fyrir afmælið mitt, á alveg dúndur bleikt efni með glimmeri í hérna einmana ofaní poka...hmmm...já, ætla að stúdera þetta svolítið!

Til þeirra sem eiga það skilið.

Til er fólk sem hugsar ekki út í það að aðrir hafi tilfinningar. Til er fólk sem ræðst inn í einkalíf annarra og særir meira en orð fá lýst án þess að blikka auga. Ég veit ekki hvort það er af illgirni eða heimsku sem fólk gerir þetta, en það hugleiðir að engu leyti afleiðingar þess fyrir manneskjuna sem verður fyrir því. Einkalíf sitt vill maður eiga í friði og það er skelfilegt þegar því er dreift út um allt án þess að maður geti gert nokkurn skapaðan hlut til að stöðva það. Getið þið ímyndað ykkur þá tilfinningu? Að vera gjörsamlega valdalaus? Mynduð þið vilja að ykkar allra mestu prívat hlutir yrðu sendir til ókunnugs fólks, og ég tala ekki um til vina, fjölskyldu og ættingja?!
Og því segi ég: Þér sem datt í hug að gera mér þetta óska ég alls ills, og megirðu rotna í helvíti. Og mundu...What goes around comes around!

miðvikudagur, október 20, 2004

Hvað er í gangi?

Einhverra hluta vegna er síðan mín komin inn á www.b2.is og teljarinn minn allur kominn úr skorðum, meira en 3000 gestir síðan í gærkvöldi, 95 online í gær þegar ég ætlaði að blogga. Ákvað að bíða með það þangað til í dag þegar aðeins færi að hægjast um.
Tók mig til áðan og skellti inn fullt af myndum sem eru búnar að hlaðast upp hjá mér, myndir síðan í desember 2003 og svo loksins myndir af kallinum stelpunnar, en hann er algjört bjútíkvín sko;)
Skoðið og gleðjist!

þriðjudagur, október 19, 2004

Clostridium botulinum

er baktería sem veldur spergilsýki, sem er mjög hættuleg matareitrun. Bakterían seytir frá sér úteitri (exótoxín), svokölluðu taugaeitri, sem er eitt öflugasta eitur sem þekkist. 1/1000 úr milligrammi þarf til að drepa mann. Hún berst með skít (mold) og vatni í ýmis matvæli, aðallega pylsur, reyktan mat, grænmeti, heimaniðursoðnar vörur og skemmdan fisk þar sem hún seytir frá sér úteitrinu ef hún nær að fjölga sér við loftfirrðar aðstæður. Ef menn neyta mengaðs matar er hætta á að eiturefnið berist í blóðrásina og veldur það taugalömun sem getur leitt til dauða. Algeng einkenni eru m.a. munnþurrkur, kyngingarerfiðleikar, sjóntruflanir, lömun augnhreyfivöðva, skert einbeitingar- og staðsetningarhæfni, talerfiðleikar vegna lömunar talvöðva, ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur. Vitað er um kornabörn sem hafa smitast af spergilsýki við neyslu grómengaðs hunangs á snuddum.
Clostridium botulinum eitrið er einnig þekkt undir nafninu Botox (botulinum toxin) og er sprautað í andlit fólks til að slétta úr hrukkum.

Pin-up gella!

Hmmm...hvaða tjikk er þetta eiginlega????

You are Bettie Page!
You're Bettie Page!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla

Bjútítips

Talað hefur verið um að hollt sé fyrir húðina að taka köld sturtuböð reglulega, það stinni hana og fegri. Ég hef fundið annað ráð sem virkar alveg jafn vel og kannski betur, en það er að fara út í snjóbyl í of þunnum buxum. Held að lærin á mér hafi sjaldan verið samanherptari. Annar plús við snjóinn er að líkaminn styrkist mjög við að vaða skaflana sem eru á gangstéttunum, auk þess sem það bogar af manni svitinn svo einhverjar kaloríur hljóta að missa sig út í veður og vind við það og einnig við að reyna að halda uppi eðlilegum líkamshita. Svo ég býð alla hjartanlega velkomna á heilsuhælið Akureyri í október!

Ég er svo aldeilis!

Ég er svoooo frábær! Mætti í vinnuna í kvöld klukkan sex og vann af miklu kappi við úthringingar, fer svo um hálf tíu og bið vaktstjórann að breyta fyrir mig nokkrum vöktum vegna prófa og hún tilkynnir mér þá að ég sé bara ekkert skráð á vakt í kvöld! Hehe, ég varð dálítið kindarleg á svip, en vaktarinn bara ánægður með stelpuna;)

mánudagur, október 18, 2004

Theme party!!!

Langar soldið að hafa svona þema partý á afmælinu mínu, veit bara ekki hvaða þema ég á að velja. Er búið að detta í hug t.d. Movie stars, Party of bad taste, Sluts and pimps, FM 95.7, Kinky, Rock and Roll, Bleikt, Röndótt, Disco, Djöflar, og eitthvað fleira.
Endilega látið mig vita ef þið hafið einhverjar sniðugar hugmyndir...er alveg ráðþrota hérna!

Snjórinn já...

Var að fatta að ég er með 11 blómapott, 1 grill, grilláhöld, kol, 2 sólstóla og 1 borð úti á svölum. Ég er svo tímanlega í öllu sem ég geri! Nú sé ég fram á að geta ekki tekið þetta inn fyrr en í vor með hækkandi sól.
Annars ákvað ég að taka til og þrífa áðan, og það var ekkert skelfilega leiðinlegt neitt, aldrei þessu vant. Skellti meira að segja í eina vél til hátíðabrigða, og hver veit nema ég dembi mér í aðra innan skamms...

jeminn eini

það er snjóstormur úti og ég lýg því ekki! Hef ákveðið að fara ekki út úr húsi fyrr en hann er búinn. Eða allavega ekki fyrren 6 því þá þarf ég víst að mæta í vinnuna. Heitt kakó og pönnsur er málið.

sunnudagur, október 17, 2004

Ég tel það

skyldu mína, en einnig geri ég það mér og öðrum til gamans að kynna Finn til sögunnar. Þetta byrjaði allt með hangilostakústi, en nánari útskýringar á honum er að finna í bloggi hans frá fimmtudeginum 14. október og er formleg kynning á sjálfri mér skrifuð laugardaginn 16. október á sömu síðu. Á manninum þekki ég engin deili, en hann er skondinn mjög. Njótið vel!

Meira um drauma

Svo dreymdi mig líka alveg skelfilega skringilega. Ég skaut hrafn sem var að slást við máv (eða máf?) með lásaboga, man ekki af hverju. Það var sem sagt ég sem var með bogann en ekki mávurinn. En allavega strauk hrafninn vængnum utan í jakkann minn og skildi eftir blóðugt gat. Og þá dó Jónsi í svörtum fötum og Rósa konan hans var alveg brjáluð út í mig, en hann gekk aftur og hún sakaði hann um framhjáhald. Hann gekk á eftir henni og reyndi að milda hana en hún vildi ekkert við hann tala og gekk í burtu.
Ég get svo svarið það, hvað er maður eiginlega ruglaður á nóttunni? Ég kíkti í draumaráðningabók eftir hrafni eða krumma en það stóð bara:"Hrafn. Þetta nafn boðar þér lát nákomins vinar." En ég held að hrafninn hafi ekki heitið Hrafn. Og að drepa fugl í draumi er ekki fyrir góðu. Jæja, ég vona að allir haldi sér á lífi og að ég haldi geðheilsu, allavega eitthvað lengur.

I had a dream

Mjög spes draumur já. Bjó einhversstaðar í útlöndum, ekki alveg sure hvar, en skráði mig allavega í einhvern fatahönnunarskóla og borgaði offjár fyrir, átti svarta vinkonu sem kom með mér, ekki hugmynd um hver það getur verið. Svo voru bara endalausar hillur fullar af allskonar efnum og einhver gribbu kennara kerling sem hrúgaði á mig efnisströngum og sagði að ég væri langt á eftir öllum og ég þyrfti að skila fullt af flíkum eftir nokkra daga, svo ég fór að sauma og hanna alveg á fullu. Kellan sýndi mér peysu sem annar nemandi hafði gert og henni líkaði vel og ég hannaði í draumnum nýja peysu á augabragði, sá hana alveg fyrir mér, efnið og allt... og svo þegar ég vaknaði var ég alvarlega að spá í að fara í fatahönnun. Það er alveg ótrúlega oft sem mig dreymir föt, allskonar galla og flott snið, magnaða liti og flott efni og er alveg slefandi þegar ég vakna. Kannski það sé verið að benda mér á eitthvað, hmmm;) Hehe, nei ætli ég haldi mig ekki við snyrtifræðina í bili, aldrei að vita síðar meir, er nú þekkt fyrir að vera endalaust í skóla og að skipta um skoðanir jafn oft og ég blikka augunum;)

laugardagur, október 16, 2004

Bloggari hefur bæst í hópinn

og það er verkfræðipían hún Hugrún frá Laugum. Vorum bestest friends hérna í denn og endurnýjuðum kynnin að einhverju leyti nú fyrir stuttu. Endilega að kíkja á síðuna hennar!

Auglýsi hér með

eftir stjörnukortinu mínu. Hef ekki séð það í mörg ár þrátt fyrir mikla leit. Þeir sem hafa orðið varir við það vinsamlega látið mig vita.

föstudagur, október 15, 2004

Heldurðu ekki

að hún Þórey mín hafa bara hringt í gærkvöldi! Alltof langt síðan ég hef séð hana, örugglega næstum tvö ár! Hún býr í Reykjavík núna og er að læra klæðskerann í iðnskólanum, svaka kúl á því. Hún á afmæli núna um helgina og var að tékka hvort nokkuð væri von á mér í bæinn. Ég er nú ekkert á leið suður svo ég bauð henni bara að koma í afmælið mitt þann 5. nóvember, svo nú verð ég að gjöra svo vel að halda veislu. Heiggi stóribró var líka að tala um að koma norður ef ég verð með veislu, þar sem ég á nú hálf stórafmæli, 25 ára! Svo þá lagði ég saman tvo og tvo og plottaði það að Þórey gæti barasta fengið far norður með Heigga, ohhh ég er svo mikill snillingur! Já þannig að það verður partý...eða kannski kökuboð bara...eða bæði? Já ég á eftir að hugsa þetta aðeins meira...kannski ég haldi bara þemapartý, "eitís" kannski...eða bleikt og blátt...hmmm...jæja, leggja heilann í bleyti og leita að bollu og partýmat uppskriftum. Jeij jeij! Þórey afmæli 17. Dúdda 19. amma 21. pabbi 23. og Birna 27. verð að kynnast einhverjum sem á afmæli 25.!

fimmtudagur, október 14, 2004

Djí...

ég er ekki búin að mæta í ræktina síðan síðasta laugardag, ömurlega léleg! Enda er spikið búið að hlaðast upp á mér, því ekki hef ég borðað heilsusamlega heldur. Mamma heldur að ég sé á fengitímanum og fari að hefja fjölgun hvað úr hverju, en nei, ekki alveg það sem er efst í huga mér þessa stundina! Er bara búin að vera að læra, vinna og sofa þessa vikuna, auk þess sem ég get ekki snúið höfðinu til hliðar, svo ég hef bara tekið það rólega. Það er löng helgi í skólanum þessa helgi, frí bæði föstudag og mánudag, ekki veit ég hvers vegna en er sama, bara sátt við að fá frí;) Er svo bara að vinna á laugardaginn svo ég tek kannski smá lotu í ræktinni fjóra daga í röð. Verð að fara að fá bílinn aftur, er að deila bíl með mömmu og ömmu núna og það er ekkert spes, þó ég fái að hafa hann mjög oft. Jæja þetta kemur allt í ljós, ætla að klára detox teið mitt ljúffenga og kannski athuga hvort ég hafi fengið svar frá snyrtiskólanum, ótrúlegt hvað þeir geta verið lengi að svara!

miðvikudagur, október 13, 2004

Hipp og kúl

Dúdda ormur er meðal fræga fólksins í New York eins og vera ber.



Carmen Electra í föngulegum hópi.

mánudagur, október 11, 2004

Aðalfréttin

má ekki gleymast! Ég fékk 9.8 á 30% eðlis- og efnafræðiprófinu mínu, jíhaaaa!!!! Gerði tvær ponku klaufavillur, maður getur aldrei verið alveg laus við þær:( Var svona þokkalega ánægð með þessa einkunn, get ekki sagt annað, hefði samt verið snilld að fá 10! Og ég hefði verið illa svekkt að fá lægra líka því ég var nokkuð viss um að ég hefði getað allt. Eníveis, var að brenna pott af því ég var viss um að ég væri ekkert að hita þegar ég heyrði snark í íbúðinni, og ætla að fara að rumpa af sýklafræðiverkefni, eða verkefnum, eftir því hvernig gengur!

Aumingja kagginn

er alveg að segja sitt síðasta. Kúplingin er biluð. Ég keyrði í skólann í morgun og í hvert skipti sem ég stoppaði, sem sagt á gatnamótum og á bílastæðinu í skólanum, drap skrjóðurinn á sér og hoppaði áfram. Ég hef pottþétt verið rosa asnaleg, eins og ég kynni ekki að keyra. Kom honum svo á stæðið hjá ömmu, en hún býr fyrir neðan VMA og þaðan ætlaði ég aldrei að koma honum þar sem ég gat ekki sett í gír. Það tókst svo að lokum og brunaði ég í einum rykk í öðrum gír til mömmu og pabba og þar stendur kagginn núna og ég er farlama. Ætla að gera tilraun til að koma honum upp á vegagerð á morgun ef þeir á verkstæðinu verða svo ljúfir að vilja kíkja á hann fyrir mig. Og ég sem ætlaði að gera svooo margt í dag, ræktin, bærinn, vinnan, hef ekki tíma til að labba það allt...get labbað í skólann, það er ekki málið. Ohh, vona svo innilega að það sé hægt að gera við hann fyrir lítinn eða engan pening, alveg týpískt að um leið og ég fæ bíl þá bili hann!

sunnudagur, október 10, 2004

Hömm pömm...jú ég held það!

Ég lagfarði aðeins og betrumbætti svörin mín og fékk þá út að ég væri soldil appelsína, og held barsata að það stemmi betur, allavega sumt af því, eða hvað? Nema auðvitað liturinn, hann er alveg út í hött;) Og jú, ég er ekki mjög mikill orkubolti, svona almennt séð;)

HASH(0x8aa9fa0)
You're orange. You're strong and have the reflexes
of a tiger. You're overly protective, and
those skills come in handy... You're a natural
person, with a taste for natural foods (I mean
organic, here.). Well, that's not true.
...Just food in general! You're as
quick-witted as your reflexes, and sometimes
painfully logical. You love wild animals and
pets. (Preferably wild animals!) You're a
natural person, and a true child of Gaia.
You're a stimulating, and outgoing person. You
enjoy making people think, especially with your
infectiously spontaneous attitude. You're a
generally optomistic person, with a love for
showing off all of your good traits. Although
many people may see you as strung-out, or just
plain weird, you're very down-to-earth and
humble. You're incredibly sweet (as this
color's other name!), and you care about people
in general. As this color would describe,
you're energetic beyond all human
comprehension. You've got a nack for drawing,
and you enjoy it, too. When it comes to
school, you're a good listener with an even
better memory. You're studious... At least
when you need to be!


What color are you? (Amazingly detailed & accurate--with pics!)
brought to you by Quizilla

Kemur á óvart!

Veit nú ekki alveg hvort lýsingin stemmi, en liturinn er pottþéttur, varð soldið hissa að fá þetta svar samt, þar sem bleikur er jú uppáhalds liturinn minn;)

HASH(0x8a695f4)
You are the color pink. As a beautiful and sweet
human, you are everybody's favorite person.
Healthy and energetic, you're often seen
spreading the happines. As an unusually
charming and sweet person, you're always ready
to comfort people who are down. You sympathize
with everyone, but not always yourself. Aside
from that, you are light-hearted and cheery.
And you make it your duty to make every cloud
have


What color are you? (Amazingly detailed & accurate--with pics!)
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, október 07, 2004

Gekk ágætlega

í eðlis- og efnafræðiprófinu í gær, held ég hafi getað allt, en annað kemur líklega í ljós þegar ég fæ niðurstöðurnar;) Vona að ég fái út úr því á morgun. Fór svo líka í svona smá tékk í lollinu í gær og fékk 10 á því! Við máttum reyndar nota bókina og glósur en höfðum mjög stuttan tíma, svo ef ég hefði ekki kunnað rúmlega helminginn á prófinu utanbókar hefði ég ekki náð þessu (aðeins að reyna að líta betur út sko thíhí) en það við vorum samt bara tvö sem fengum 10 svo ég er þokkalega ánægð! Svo verður 15% próf í lolli eftir tvær vikur og ég þarf sko slatta mikið að læra fyrir það skal ég segja þér! Ekki nóg með að ég þurfi að kunna allt um húðina, öll bein í beinagrindinni og helstu líffæri á latínu, heldur þarf ég líka að vita hvar klyftasambryskja, augnkarl, ölnarhöfðagróf, stílhyrna og neföður (og fleiri og fleiri) eru og kunna heitin á þeim á latínu! Ja sei sei, það mætti halda að maður væri kominn í háskóla bara!! (Ekki seinna vænna, en það er annað mál;)) Svo auðvitað þarf ég að vita sitthvað um vefi, frumur og fleira. En ég hef nú bara gaman að þessu, svo ég ætla ekki að kvarta meira.

Já já, fór annars með kaggann í smurningu í dag, fyllti hann af bensíni, kyssti hann og knúsaði, get ekki ímyndað mér lífið án hans núna;) Fór svo í dýrabúðina með Gumma litlabró og spurði um skjaldbökur, en þær eru víst ekki seldar á Íslandi. Hélt svo sem ekki, en sakar ekki að spyrja. Gerði það nú aðallega til að hrella hana móður mína. Braut svo saman eins og hálfa skúffu af plastpokum sem voru að flæða um allt þvottahús, ryksugaði og tók svolítið til og ætla að fara að læra núna, ekki veitir af, stafli af verkefnum! Svo er það Body Balance á eftir, jeminn hvað það er hægt að svitna í þeim tímum. Búin að fara einu sinni áður, fullt af stórum kellum í tímanum sem blésu ekki úr nös meðan ég var gjörsamlega á síðasta dropa...já því er misskipt vöðvaaflinu;)

mánudagur, október 04, 2004

Hvað er annars

málið með tannlækna. AF HVERJU fylla þeir munninn á manni af allskyns tækjum og tólum og spyrja mann svo að einverju?????

Talandi um að keyra

þá keypti hann pabbi minn sér nýjan bíl á dögunum og heldurðu ekki að ég hafi bara fengið gamla kaggann til afnota!! Er alveg þvílíkt ánægð með það, frábært að geta keyrt út um allt án þess að þurfa alltaf að vera að fá lánaðan bíl. Pabbi meira að segja búinn að borga tryggingar og allan pakkann, svo ég þarf bara að borga eldsneyti á bílinn og má hafa hann alveg í ár örugglega. Jeij jeij, ég á alveg bestu foreldra í heimi verð ég að segja... því mamma gaf mér svo 10 þúsund króna bensínkort sem hún vann í einhverju happdrætti...too good to be true, huh?? Takk fyrir mig!

Alltof löt

að blogga núna, finnst best að liggja bara undir teppi og gera sem minnst. Var að koma frá tannlækni, hann kíkti upp í mig og hreinsaði tannstein og ég borgaði honum mjög sanngjarna þóknun, 7700 krónur...jeminn! Á svo pantaðan tíma aftur í nóvember, þá ætlar hann að fegra aðeins á mér brosið, plasta tvær tennur sem ég er búin að gnýsta til fjandans, og taka mót fyrir svefngómi, svona eins og gamla fólkið notar;) Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn gnýst-eyðslu tannanna. Ég er greinilega alveg ferleg á nóttunni, bryð í mér tennurnar eins og kandís;)
Tók 5% æfingarpróf í eðlis- og efnafræði í síðustu viku, fékk út úr því á föstudaginn 8.4 og það tók mig helgina að jafna mig. Var óóógurlega svekkt að hafa ekki fengið 10 því þetta voru bara klaufavillur sem ég var að gera, já maður er farinn að gera kröfur til sín! Fer svo í 30% próf núna á miðvikudaginn sem ég ætla að reyna að standa mig betur í. Það er reyndar miklu lengra og flóknara svo ég ætti bara að vera ánægð ef ég næ 8.4 en ég hélt bara að ég væri aðeins betri í þessu. Svo er próf í lollinu (líffæra- og lífeðlisfræði) á næstunni, það verður örugglega öllu strembnara með öll sín latínuheiti og skemmtilegheit, já það verður allavega fróðlegt að sjá hvernig gengur í því!
Jamm og jæja, ætla að smellast í íþróttagallann og keyra svo elskuna mína til tannlæknis, tata!