mánudagur, febrúar 28, 2005

Gallup

Heldurðu að ég hafi ekki rekist á draumasíðuna mína á netinu, gallup.is !!
Hérna er að sjá áhugaverðar niðurstöður úr könnunum og fleira, heimskulegt að ég hafi ekki vitað af þessari síðu fyrr! En trúið þið því að 79% þjóðarinnar ætli að stunda reglulega líkamsrækt á þessu ári? Mér finnst það einhvernveginn mjög hæpið, nema að fólk telji það að stunda líkamsrækt að kaupa sér árskort og horfa svo á það renna út og hafa bara mætt fimm sinnum. Ætti þjóðin ekki að vera aðeins grennri ef svona margir stunda reglulega líkamsrækt?


sunnudagur, febrúar 27, 2005

Febrúar ísing


Aðfaranótt laugardags brast á skrítið veður á Akureyri. Eftir vörutalninguna í 10-11 þurfti ég að berjast við að skafa framrúðuna á bílnum og gafst upp á miðri rúðu því engu var líkara en þrefalt lag af grjóthörðum en þó þunnum ís hefði lagst á rúðuna. Það var dimm þoka og frost. Og þegar ég vaknaði seinna um daginn litu tré á Akureyri svona út. Mjög dularfullt veður og maður spyr sig bara; Hvað næst?

.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Erfiðir tímar sko!

Ég átti svo langan dag í gær að það er engu líkt. Byrjaði að sjálfsögðu í 10-11 í gærmorgun og fór svo í ræktina eftir það, svo beint á Gallup og vann þar til hálf níu en þá var brunað heim og horft á Ædolið. Mikið var hann Davíð flottur! Og Hildur að sjálfsögðu líka, hún heldur enn mínu atkvæði. Eniveis, eftir Ædolið og Sketch show fór ég aftur í 10-11 í vörutalningu og var ekki komin heim fyrr en rúmlega 6 í morgun og sofnuð rétt fyrir 7 svo ég vakti í sólarhring. Var að spá í að fara í ræktina klukkan hálf eitt en þegar ég vaknaði klukkan hálf tólf leið mér eins og ég væri timbruð hreinlega og skreið því fljótt undir feld aftur. Ég er greinilega orðin of gömul og stirð til að vaka svona lengi og telja, strax klukkan tvö í nótt dauðverkjaði mig í allan líkamann og langaði bara að komast heim í rúmið. Við fengum reyndar pizzur og gos sem hresstu aðeins upp á mannskapinn, en að telja til klukkan 6, kommon! Við vorum samt fyrsta búðin á landinu til að klára, það er hressandi;)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Piparsveinn Íslands!

Ég er búin að eiga frí frá klukkan eitt í dag og mun eiga frí það sem eftir er dagsins og einnig í kvöld. Ætla ég að njóta þess að kúra mig yfir Americas Next Top Model og hlæja og gráta og æpa allt eftir því hvað við á. Þvílík snilld að þessir þættir séu komnir aftur á skjáinn. Asnalegasta hugmynd sem Íslendingar hafa fengið er samt í bígerð á Skjá einum því þeir ætla að gera sinn eiginn íslenska Bachelor þátt...hversu misheppnað mun það verða? Hver vill taka þátt í honum? Íslendingar hafa ekki í sér þess amerísku vælu-klisju-blaðurs-daðurs-hæfileika...held þetta verði algjör disaster. Verður spennandi að sjá!

Honestly!

Ætsj...nú ætlar lærimeistari minn í 10-11 þegar þér hentar ekki að mæta aftur. Nú er ég ein á báti. Nú er allt kjöt í búðinni á minni ábyrgð. *Svitn* ... en að sjálfsögðu á ég eftir að brillera og ekki láta neitt vanta né renna út. Af hverju getur maður samt ekki bara pantað allt kjöt á einum og sama staðnum í stað þess að þurfa að hringja á sex mismunandi staði allt eftir því hvaða vikudagur er? Samkeppni er bara not my bag baby! (Ef einhver spyr sig þá já ég var að horfa á Mr. Powers áðan.)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Þorirðu í okkur, huh?

Það er náttúrulega engu líkt hvað konurnar eru massaðar!



Hérna eru Dúddumyndir frá föstudagsdjamminu...mikið sem maður myndast alltaf ógeðslega vel ha!

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Smá hjálp óskast

Nú er ég búin að breyta slóðinni á bloggið mitt, en sickgirl0 bloggið er samt ennþá til, nýju færslurnar bara birtast ekki þar, en teljarinn heldur áfram að telja þar og hægt að kommenta á þá síðu en kommentin birtast þá líka á nýju slóðinni. Hvernig stendur á þessu?? Er ekki einhver blogg sérfræðingur sem getur leiðbeint mér með þetta? Ég bjó sem sagt ekki til nýtt blogg heldur breytti bara slóðinni... ef einhver kann á þetta endilega leiðbeina mér!

Sársauki dauðans


Hvað þetta líf getur verið ósanngjarnt. Fólki er virkilega að takast að buga mig. Helvítis fífl. Nú getur maðurinn minn ekki einu sinni lengur farið út að skemmta sér án þess að verða fyrir aðkasti og heyra um mig lygasögur. Mig langar ekki lengur út úr húsi. Það er meira að segja óendanlega erfitt fyrir mig að mæta í vinnuna og þurfa að hitta fólk, horfa á það og tala við það. Ég er með hnút í maganum allan tímann. Vinnufélagar mannsins eru búnir að fá myndirnar sendar. Það hafa ALLIR séð þær. Mig langar að grafa mig langt ofaní jörðina og liggja þar í nokkur ár. Allavega er ég ekki að fara út að skemmta mér aftur á næstunni, ekki mjög gaman að láta benda á sig eins og á föstudaginn. Mér er óglatt og langar að gráta. Kannski ég fari bara til Afríku, í dýpstu frumskógana þangað sem enginn er með netið.

laugardagur, febrúar 19, 2005

What is my seduction style?

Og ég stel könnuninni hér með frá Hjálmari...hún gengur á milli eins og eldur í sinu gott fólk!





Your Seduction Style: The Dandy





You're a non-traditionalist, not limited by gender roles or expectations.
Your sexuality is more fluid than that - and you defy labels or categories.
It's hard to pin you down, and that's what's fascinating about you.
You have the psychology of both a male and a female, and you can relate to anyone.


föstudagur, febrúar 18, 2005

Breyttir tímar

Ég er komin með nýja vinnu. Nýja vinnan mín er í hinni geysiskemmtilegu búð Tíu ellefu þegar þér hentar. Ég sé um að panta inn kjötið. Þvílík vitleysa að hætta sér út í það. Og þvílík vitleysa að treysta mér fyrir því;) Hvað heldurðu að ég viti hvað margir fá sér blóðmör eða rúllupylsu um helgar? Jeminn...
Allavega er ég að vinna frá 8-13 alla virka daga, snilldar vinnutími. Fæ svo frí til 18 til að fara í ræktina eða sofa eða hvað mig langar og svo tekur Gallup við. Nema á þriðjudögum og miðvikudögum. Á þriðjudögum er ég á dönskunámskeiði og á miðvikudögum horfi ég á sjónvarpið.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Súkkulaði geðsýki?

Ég er í eymd núna. Nennti ekki í ræktina í morgun, nennti ekki heldur í vinnuna, lá bara og svaf og fór svo á fætur og dreymir núna um súkkulaði. Ljóst og dökkt og hart og mjúkt og fyllt og blandað, með hrískúlum og lakkrís. Held ég sé að fara yfir um af súkkulaðileysi. Borðaði smá kjúlla og hugsaði um súkkulaði á meðan. Er búin að kíkja í alla skápa en þar er ekkert að finna sem komið gæti í staðinn fyrir súkkulaði. En ég má ekki kaupa mér súkkulaði því ég ætla ekki að vera búin að þyngjast í næstu vigtun eins og í þeirri síðustu. Hálft kíló í plús. Helvítis súkkulaði!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Kristnin aldagömul bæling feðraveldisins?

Hérna eru skemmtilegar pælingar og rökræður Gneistans um kristni. Get ekki annað en verið sammála honum!

mánudagur, febrúar 14, 2005

Ert þú ofæta?

Jæja folks...hvernig er þetta með súkkulaðifíknina? Er hún orðin að vandamáli? Viljið þið helst borða í laumi? Takið þetta test til að kanna hvort þið séuð komin á hála braut!

Brjóst

Vegna dræmrar aðsóknar að síðunni minni síðustu daga hef ég ákveðið að gera tilraun. Ég ætla að skrifa eitt "athyglivert" orð á dag og sjá hvaða orð virkar best á fólk á leitarvélum. Orð dagsins í dag er brjóst. Hér er brjóst um brjóst frá brjósti til brjósts. Hér eru brjóst um brjóst frá brjóstum til brjósta. Stór brjóst og lítil brjóst, feit brjóst og sílikonbrjóst. Ég gef svo út bók um næstu jól þar sem niðurstöðurnar verða birtar.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Brandari dagsins

Móðir gekk fram hjá lokuðum herbergisdyrum dóttur sinnar, og heyrði
undarlegt
suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall.

Dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn.

Hún öskraði á hana: "Hvað í ósköpunum ertu að gera?"

Dóttirin svaraði: "Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi
hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann.
Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."

Næsta dag gekk faðir stúlkunnar fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði
þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn
áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði
dóttirin: "Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það
eina sem ég á sem mér finnst koma
nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að
vera
í friði."

Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar
á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá
sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í
sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í
sófanum,
suðandi eins og vitfirringur.

"Hvern andskotann ertu að gera maður" sagði hún.
"Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum" svaraði karlinn.

Oprah - valdadrottning?

Oprah hefur einstakt lag á að græta mann. Mikið sem ég vældi yfir sæta Nate í þættinum áðan þegar hann lýsti því hvernig hann missti kærastann sinn í flóðbylgjunni miklu í Asíu. Svo fékk hún fleira fólk í þáttinn frá Svíþjóð og Bretlandi sem lýsti hörmungunum af eigin reynslu og það grét. Og Oprah grét. Og ættingjarnir grétu. Og sæti Nate grét. Og ég grét. Það er gott að hreinsa tárakirtlana svolítið. Oprah hefur einstaka hæfileika í að hrífa fólk með sér og svo virðist hún þekkja gjörsamlega ALLA, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar eða einmana húsmæður. Og hún fær hvern sem er til að koma fram í þættinum sínum. Þvílík völd, þvílík sambönd. Mér finnst að Oprah eigi að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ga ga

Eitthvað varð ég skrítin eftir þessa ræktarferð mína. Ég lét disk með þýskum slögurum á fóninn, hækkaði í botn, fór í sturtu og söng hástöfum með. Ég hef aldrei nokkurn tíma áður sungið í sturtu og aldrei skilið þá áráttu fólks svo eitthvað hef ég verið ga ga í hausnum. Ég dansaði einnig í sturtunni og söng í sturtuhausinn og skemmti mér alveg konunglega. Held að einhverju hafi slegið saman í kollinum mínum. Þetta hefur að öllum líkindum heyrst um allan stigagang og út á götu og mér var slétt sama, söng bara fullum hálsi;) Jeminn eini, held ég taki mér frí frá ræktinni á morgun!

R.I.P.

Ég átti góðan nammidag í gær og ákvað því að fara bæði í Body Pump og Body Step í morgun. Úff púff ég hefði betur sleppt því! Body Pump byrjaði hálf tíu og var ljómandi góður klukkutíma langur tíma og svo Body Step beint á eftir í jafn langan tíma og ég er að segja það, kennarinn var snar geðveikur á pallinum! Í einu laginu áttum við að taka einhver svaðaleg ballettstökk og kennarinn sveif eins og engill fram og aftur yfir pallinn. Í speglinum minnti ég helst á Bjössa bollu að leika í Sjafnarbinda auglýsingu. En ég hef húmor fyrir því svo það er í lagi;)

Niðurstöður þessarar ræktarferðar eru þær að ég hef sjaldan verið jafn rauð í framan og sveitt og þegar ég klæddi mig í úlpuna hélt ég hreinlega að ég væri að fá krampa. Ég er enn með svima og hef þyngst um 3 kíló síðan í gær. Það gæti haft eitthvað að gera með þessa tvo lítra af vatni sem ég stútaði áðan. Ef ég blogga ekkert á næstunni, þá hef ég dáið úr ofreynslu.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Af hvejru er himininn blár?

Ég hitti skondinn mann í ræktinni áðan. Ég var að ganga á bretti eftir aðhaldstímann minn þegar það drynur í einhverjum "Góðan DAAAGINN" beint fyrir aftan mig. Mitt litla hjarta hrökk í kút en ég bauð samt manninum sem steig á brettið við hlið mér góðan daginn. Hann kunni ekki á brettið svo ég sýndi honum hvernig ætti að starta því. Og svo byrjaði hann að spyrja. Og hann spurði og spurði og spurði og mér fannst hann svo fyndinn að ég tók bara þátt þó að maðurinn væri vægast sagt stór undarlegur. Mér fannst þessar aðstæður voða kunnulegar eitthvað og fattaði það þegar ég kom heim að þetta var alveg eins og auglýsingarnar frá Pennanum "með svar við öllu" eða hvað þær nú heita.

Dæmi um spurningaflóð frá manninum:
"Hvað heitirðu? Hver vann í Ædolinu? Ertu búin að æfa lengi? Ætlarðu að safna vöðvum? Er prógrammið þitt gott? Áttu íbúð? Keyptirðu hana af mömmu þinni? En ömmu? En langömmu? Hvað ertu gömul? Áttu bíl? Hvaða tegund er hann? Er hann fjórhjóladrifinn? Ferðu á honum upp á hálendið? Hvað heldurðu að ég sé gamall? Hvaðan ertu ættuð? Hvar vinnurðu? Er það vel launað? Veistu hvað Tiger Woods er með á mánuði? Ætlarðu að missa nokkur kíló?"

Og að sjálfsögðu sagði hann mér ýmsar sögur af sjálfum sér á milli þess sem ég svaraði honum. Hann var að spá í að skrifa smásögu um mann sem býr í Hafnarfirði og finnst gott að fá sér krakk um helgar og keyra svo á sportbílnum sínum upp á fjöll og skjóta hreindýr á haustin og svo sagði hann mér frá konu sem hann bara byrjaði að tala við einhversstaðar og það samband entist í hálft ár. Þá slökkti ég á brettinu mínu og sagðist þurfa að drífa mig heim;) Ég var nú svo hugulsöm að sýna honum fyrst hvernig hann ætti að slökkva á brettinu sínu svo hann færi sér ekki að voða.

Þrautin þyngri

Fékk þessa færslu að láni hjá góðri konu.

This is so funny that it will boggle your mind. And you will keep trying at least 50 more times to see if you can outsmart your foot, but you can't.

1. While sitting at your desk, lift your right foot off the floor and make clockwise circles.
2. Now, while doing this, draw the number "6" in the air with your right hand. Your foot will change direction.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Сличне стране

Ég held áfram að skoða hverjir hafa verið að leita á mér á netinu og fann svolítið skondið. Einhver hefur fundið síðuna mína í gegnum leitarorðin "Draga solak". Niðurstaðan leit svona út;

Sick
... Published by Jill Zevallos-Solak, in Chicken ... að breytast í hitabeltisland og kominn
tími á að henda kraftgöllum og lambhúshettum og draga upp rósótt ...
sickgirl0.blogspot.com/ 2004_04_01_sickgirl0_archive.html - 48k - Додатни резултати - Сачувано - Сличне стране


Published by Jill Zevallos-Solak, in Chicken?? Hvað þýðir þetta!? Er þetta hinn persónuleikinn minn? Ég held áfram að klóra mér í hausnum og fæ mér eitthvað að borða.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Hvert stefnir þetta!

Ég fékk ekki saltkjöt og baunir í gær, ég fæ ekki saltkjöt og baunir í kvöld og ég fæ ekki saltkjöt og baunir á morgun. Hvert stefnir þetta eiginlega, getur maður hvorki treyst á neitt né neinn lengur? Þegar mamma manns klikkar á saltkjöti og baunum er illa komið fyrir manni. En ég sætti mig við að fá saltkjöt og baunir á föstudaginn, ég hef ekki enn misst alla trú á móður minni.

Ég stjórnaði öskudagsæfingu lilla bró í gær. Ég veit ekki hvort vinir hans horfðu á mig aðdáunaraugum eða skelfingaraugum. Ég giska á hið síðara. Ég held ég sé svolítið skrítin 25 ára kona.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Þessi gæti virkað


13 daga reykleysi...and counting.

Snakker du dansk?

Ég byrjaði á dönskunámskeiði í kvöld til að undirbúa mig fyrir haustið. Þetta námskeið er hjá Símey og er einu sinni í viku í tvo tíma í senn, í einhver tíu skipti held ég og er ætlað fyrir fólk sem kann einhverja dönsku en þarf að rifja hana upp. Ég er skelfileg í dönskunni eins og er, rugla henni alltaf saman við þýskuna, finnst tungumálin alltof lík. Við erum 11 á námskeiðinu og bara einn karlmaður, hann nýtur sín bara vel í kvennafans. Ég held samt að ég þurfi minni hóp. Og ástæðan er ekki að ég sé svo feimin og þori ekki að tala fyrir framan hina...heldur komast hinir bara eiginlega ekkert að fyrir mér:) Mig langar svo mikið að tala og spyrja, kennarinn reyndar hrósaði mér fyrir það að taka þessu létt og hlæja bara og bulla ef ég kunni ekki eitthvað, sagði mig vera hreint til fyrirmyndar, eeeen kannski er ég bara OF ófeimin og þeir sem eru ekki jafn framfærnir komast þá ekki jafn mikið að og ég. Ég reyni að halda aftur af mér. Gerði það í kvöld líka en talaði samt mest af öllum...well... það er þá ekki þögn á meðan! Þetta er nú nógu helvíti dýrt námskeið svo ég ætla mér að fá eitthvað út úr því, hinir verða bara að vera frekari:) Ja sei sei, svona er maður!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Á maður að hætta að blogga?

Þetta er bara krípí. Sá að það var búið að fletta mér soldið upp á google og þegar ég kannaði málið sá ég að aðal leitarorðin voru "n ***** myndir af s **** u í D*" og þar sem ég er nú búin að skrifa svolítið um þau mál hér á síðunni er síðan mín auðvitað sú fyrsta sem poppar upp í þessari leit .. og BINGO fólk er búið að finna mig! Reyndar var það líklega að leita að n *** armyndum af mér, en sorry, þær verða ekki birtar á þessari síðu næstu árhundruðin! Fólk er fífl.

Yummmi!

Í kvöld verður 12 daga reykleysismetið mitt síðan í sumar slegið. Í tilefni þess birti ég hér myndir af heilbrigðu lunga annarsvegar og krabbameinslunga hinsvegar. Verði ykkur að góðu.

Múhahaha


sunnudagur, febrúar 06, 2005

Þarmatiltekt

Ef þið viljið fá garanteraða magakveisu, borðið þá hálfan poka af sveskjum í morgunmat. Pottþétt leið til að komast ekki út úr húsi allan daginn! Átti að mæta í vinnuna klukkan sex en vildi ekki gera fólki það að mæta. Ussu suss.

Hipp og kúl

Var að koma úr tveggja tíma Morgunblaðsafleysingaútburði með litla bró. Ég verð nú bara að segja að mér finnst hipp og kúl að bera út Moggann! Passar vel við heilsusamlegan lífstíl minn þessa dagana að berjast áfram í kuldanum, kappklædd og rjóð í kinnum, svo fólk geti fengið nýjustu fréttir beint í æð á laugardagskvöldi. Það er samt eitt sem ég hef aldrei skilið og það eru þessar litlu bronslituðu bréfalúgur á mörgum gömlum einbýlishúsum. Þetta eru ekkert nema sýnishorn af bréfalúgum, hreinar meyjar, svo þröngar að afli þarf að beita til að koma sunnudagsmogganum inn um þær með góðu móti. Og ekki láta mig byrja á pakkinu sem er með póstkassa! Það er ekki hipp og kúl. Hér með skora ég á fólk að víkka hjá sér rifurnar!

laugardagur, febrúar 05, 2005

Photoshop?


Haldið þið að það sé búið að strekkja á leggjunum á Angie Everhart á þessari mynd?

Annað gott dæmi um fótósjoppun. Svo þið sjáið það stelpur að maður þarf ekkert að vera að öfundast út í alla þessa fullkomnu kroppa sem eru úti um allt eins og mý á mykjuskán, þetta er allt saman meira og minna feikað og fiffað svo engar fellingar, hrukkur eða roði sjáist. Takið eftir hægri handleggnum á henni...er þetta ekki of langt gegnið?

föstudagur, febrúar 04, 2005

Bachelorette harmleikur

Þvílíkar sorgarfréttir! Ian og Meredith eru hætt saman! Þau tilkynntu það sama dag og lokaþátturinn var sýndur hér á Íslandi. Maður varla risinn upp úr rómantísku kóma og þá er þessu slett framan í mann eins og rennblautri tusku. Ja sei sei, allt er í heiminum hverfult.

Enn eitt rasið...

Langar að þakka ykkur fyrir stuðninginn folks, gott að finna að ég er ekki alein hérna! Ég er komin með gjörsamlega uppí kok af þessu máli og verð að segja að ég get ekki beðið eftir að flytja úr landi þangað sem annar hver maður sem ég mæti hefur ekki séð á mér p ** una.
Ég er svo argandi sár og reið að geta ekkert gert til að stöðva þessa dreifingu, hvað er eiginlega að fólki? Helvítis perrapakk sem hefur unun af að velta sér upp úr eymd annarra. Já, það er greinilega fátt merkilegra í þessu landi an amatör myndir af stelpukjánum úti í bæ. Í guðanna bænum farið bara og leigið ykkur kl ** spólu og horfið á konur sem vilja sýna sig berar fyrir hvern sem er. Látið okkur hinar vera og sýnið að þið hafið þá siðferðiskennd að eyða þessum myndum í staðinn fyrir að senda þær áfram, því þið vitið að þær eru st ** nar. Sérstaklega er slæmt að búa í svona litlum bæ eins og ég geri því hér breiðast þessar myndir út eins og eldur í sinu. Af því að það er svo spennandi að hafa einhverntíma séð þessa stelpu sem er á myndunum! Helvítis smáborgarar.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Hjálp!!!

Blaðamaðurinn frá D* fann nafnið mitt á síðunni 5aur.net í færslu frá 30. janúar. Höfundurinn sá sóma sinn í að taka nafnið mitt út aftur, en kommentin sem ég er búin að fá eru miður skemmtileg, ég er greinilega bara heimsk h * ra sem átti að passa myndirnar mínar betur.
Ég er svo slæm á taugum að ég er búin að liggja uppí rúmi og reyna að sofa í allan dag bara svo ég fái mér ekki sígarettu. Ég er á ystu nöf!

Greinin komin í D V

Já, D V birti greinina í dag svo ég skaust út í búð og keypti blaðið. Þetta er að sjálfsögðu forsíðufréttin. Þar er sagt satt og rétt frá öllu, nema hvað að mamma mín fékk myndirnar ekki sendar, og þær voru ekki hengdar upp í skólanum, svo ég viti til, því hefur verið bætt við til að hafa frásögnina aðeins meira krassandi. Ég bjóst einhvernveginn við meiri æsifréttamennsku, en þetta er fín grein, ekkert sem ég get kvartað yfir í henni! Þeir sem hafa séð þessar myndir fatta strax að það er verið að tala um mig, því myndinni er lýst og sagt að ég sé að norðan. Vona bara að sem flestir lesi hana og skammist sín!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Adieu!

Þessi tölvuheimur er að fara til fjandans. Það er margt gott sem fylgir tæknivæðingu en einnig margt slæmt. Tæknin er af hinu góða, það er maðurinn sem nýtir hana til slæmra hluta. Ég er að hugsa um að segja upp áskrift af nútímanum, aftengja tölvu og síma og fara aftur til fornaldar í smá tíma. Verið þið sæl.

Ætlar þetta engan endi að taka?

Blaðamaður frá D V hringdi í mig í dag. Hann er að vinna að grein um stúlkur sem lenda í því að birtast n ** tar á netinu, og vildi fá viðtal við mig. Hann sá nafnið mitt á síðu sem strákur sem ég kannast við heldur úti. Hafði hann fengið senda mynda - seríu í tölvupósti af ísl *** kum stelpum, sumum hverjum að öllum líkindum undir lögaldri, og rúmlega það, og var ég þar á meðal. Drengurinn nafngreindi mig á heimsíðu sinni og þannig hafði blaðamaðurinn uppá mér. Ég sagði blaðamanni allt af létta, þó ég hafi ekki mikið álit á D V sem áreiðanlegum miðli, og treysti honum fyrir því að afbaka ekki það sem ég sagði. En ástandið getur nú varla orðið verra úr þessu, ha? Blaðamaður mun láta mig vita áður en greinin birtist, og verð ég hvergi nafngreind...nema hann vilji hljóta verra af!

Sjálfsagt vita allir sem lesa greinina um hverja er að ræða, en ég lít þannig á málið að fyrst fólk heldur virkilega að ég láti sjálf n *** armyndir af mér á netið til að fá athygli, þá muni það með sína fordóma halda því fram að ég kæmi fram undir nafni í D V til að fá enn meiri athygli. Er þetta ekki sorglegt? Ef mig langaði til að sýna mig n ** ta á netinu myndi ég frekar fara í stúdíómyndatöku, og ef til vill fara svolítið í ræktina fyrst!

Annars skilst mér að á einni myndinni sé s ** lpa í bú *** gsklefa, kornung, og ég spyr; Hver er svona ógeðslegur að dreifa þessu um netið? Og hvað er fólk sem fær þetta sent að spá að áframsenda þetta? Lifir það svona aumkunarverðu og innantómu lífi að þeirra eina ánægja er að hlakka yfir óförum annarra og gera í því að breiða þær út? Ja sveiattann ef þetta er heimurinn sem ég lifi í. Aldrei nokkurn tíma myndi mér detta í hug að áframsenda svona myndir ef ég fengi þær í pósti!

HOT or NOT??


Endilega segið ykkar skoðun :o)

Svekkelsi og pirra!

Ohhh...ég fékk ekki vinnuna:/ Kallinn hringdi og sagðist vera búinn að ráða annan, en hann ætlaði að halda númerinu mínu ef eitthvað kæmi upp á því honum hefði litist mjög vel á mig. Ég segi nú bara að ef honum leist svona vel á mig átti hann að ráða mig en ekki einhvern slúbbert útí bæ! Hann sagði nú í gær að ég byði af mér góðan þokka..híhí;) Jæja, ég skvetti nokkrum fögrum tárum og ræð mig svo í dagvinnu hjá Gallup...hlýt að lifa það af að búa á Gallup í nokkra mánuð... þangað til annað kemur í ljós.

Ég fór í svæðanudd áðan hjá stelpu sem er að læra, borgaði 1000 kall fyrir. Hún örvaði hjá mér meltinguna, styrkti lungu, hjarta, leg og æðar og hvaðeina og nú er ég orðin alveg hyper heilbrigð! Ef ykkur langar að prófa svæðanudd þá get ég reddað því, en hún er að sjálfsögðu bara nemi svo hún þarf svoldið að flétta í möppunni sinni á meðan, sérstaklega ef þið eruð með einhverjar sérstakar óskir. Lá alveg í 10 mínútur á eftir með svima og ætlaði ekki að geta staðið á fætur, en þetta var samt mjög þægilegt og afslappandi.


Ég geeeeeet svo svarið það!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Stress, strass, struss

Ég keypti mér tvær alveg eins kjólapeysur á útsölu í Hagkaupum áðan. Önnur er rauð en hin fjólublá. Þær eru með bandi um mittið og v-hálsmáli. Þá hringdi maðurinn sem auglýsti eftir starfskrafti. Ég fór í fjólubláu kjólapeysuna yfir grænbláa kjólinn sem ég saumaði um áramótin og batt mittisbandið um hausinn á mér og fór í atvinnuviðtal. Held að manninum hafi bara litist ljómandi vel á dressið mitt, svo ég er þónokkuð bjartsýn á að fá ef til vill vinnu. Ég var fyrst í viðtal en hann átti eftir að hitta nokkra í viðbót í dag, svo ég er svolítið stressuð en vona bara það besta. Niðurstöðu er að vænta seinni partinn eða í kvöld. *Gúlp*