Oprah hefur einstakt lag á að græta mann. Mikið sem ég vældi yfir sæta Nate í þættinum áðan þegar hann lýsti því hvernig hann missti kærastann sinn í flóðbylgjunni miklu í Asíu. Svo fékk hún fleira fólk í þáttinn frá Svíþjóð og Bretlandi sem lýsti hörmungunum af eigin reynslu og það grét. Og Oprah grét. Og ættingjarnir grétu. Og sæti Nate grét. Og ég grét. Það er gott að hreinsa tárakirtlana svolítið. Oprah hefur einstaka hæfileika í að hrífa fólk með sér og svo virðist hún þekkja gjörsamlega ALLA, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar eða einmana húsmæður. Og hún fær hvern sem er til að koma fram í þættinum sínum. Þvílík völd, þvílík sambönd. Mér finnst að Oprah eigi að verða næsti forseti Bandaríkjanna.
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|